Valsarar sigruðu tíu Vestramenn

Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald snemma leiks.
Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald snemma leiks. mbl.is/Ólafur Árdal

Valur hafði betur gegn Vestra, 3:1, í Bestu deild karla í fótbolta á Hlíðarenda í kvöld.

Valur er í þriðja sæti deildarinnar með 40 stig en Vestri er í tíunda sæti með 17. 

Vestramenn urðu fyrir því óláni á fimmtu mínútu leiksins að missa mann af velli þegar að Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald eftir að Albert Skoglund lét sig detta er hann var að sleppa einn inn fyrir. Snertingin var ekki mikil og einhverjum mætti þykja rautt spjald harður dómur í þessu tilviki.

Þrátt fyrir að vera einum manni færri komust Vestfirðingar yfir á tíundu mínútu þegar Gunnar Jónas Hauksson þrykkti boltanum bylmingsfast meðfram jörðinni viðstöðulaust eftir misheppnaða hreinsun Valsara frá marki. Stutt á milli skin og skúra hjá Vestramönnum.

Eins og við mátti búast fyrir leika voru gestirnir þéttir fyrir og heimamenn meira með boltann. Manni færri sátu Vestramenn ennþá þéttar og gekk Valsmönnum illa að finna glufur á varnarleik þeirra. Gylf Þór Sigurðsson náði þó að opna þá upp á gátt með sendingu í svæði úti á hægri kantinum þar sem Jónatan Ingi átti sendingu fyrir á Tryggva Hrafn Haraldsson sem skoraði auðveldlega.

Í seinni hálfleik áttu Vestramenn erfitt uppdráttar og ógnuðu Valsarar marki þeirra ítrekað. Jónatan Ingi Jónsson kom Val loks í forystu á 67. mínútu eftir sendingu frá Patrick Pedersen sem Elmar Atli fyrirliði Vestra reyndi að komast inn í en það vildi ekki betur en svo að boltinn endaði fyrir fótum Jónatans sem setti boltann í netið af þröngu færi.

Í blálok leiksins gerðu gestirnir sig loks líklega til að ógna sigri Valsmanna en Patrick Pedersen gerði úti um þann draum þegar hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Lúkasi Loga Heimissyni og kláraði færi sitt laglega.

Valsmenn reyndust einum of stór biti fyrir Vestramenn í þetta skiptið og ekki bætti úr skák að brekka Vestfirðinga var brattari en ella í þetta skiptið eftir að hafa verið manni færri nánast allan leikinn.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Liverpool 2:0 Brentford opna
90. mín. Bryan Mbuemo (Brentford ) fær gult spjald +4
ÍA 1:2 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið
Fram 1:2 KA opna
90. mín. Harley Willard (KA) fær gult spjald 90+1
Fylkir 2:3 FH opna
90. mín. Böðvar Böðvarsson (FH) fær gult spjald Togar Guðmund Tyrfingsson niður til að stoppa skyndisókn.

Leiklýsing

Valur 3:1 Vestri opna loka
90. mín. Uppbótartími er að minnska kosti þrjár mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert