Alfreð leggur landsliðsskóna á hilluna

Alfreð Finnbogason hefur leikið sinn síðasta landsleik.
Alfreð Finnbogason hefur leikið sinn síðasta landsleik. Kristinn Magnússon

Knatt­spyrnumaður­inn Al­freð Finn­boga­son hef­ur lagt landsliðsskóna á hill­una en hann gaf út til­kynn­ingu þess efn­is á In­sta­gram í kvöld.

Í til­kynn­ing­unni þakk­ar hann kær­lega fyr­ir frá­bær­ar minn­ing­ar með landsliðinu og að nú sé rétt­ur tími til að stíga til hliðar.

Al­freð, sem er 35 ára gam­all fram­herji og upp­al­inn hjá Breiðabliki, leik­ur með Eupen í Belg­íu. Hann lék 73 A-lands­leiki fyr­ir Íslands hönd og skoraði í þeim 18 mörk. Hann er fjórði marka­hæsti leikmaður­inn í sögu landsliðsins.

Varð hann fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að skora á loka­móti HM er hann jafnaði gegn Arg­entínu í 1:1-jafn­tefl­inu á mót­inu í Rússlandi árið 2018. Hann lék einnig á loka­móti EM í Frakklandi tveim­ur árum áður. 

Síðasti lands­leik­ur Al­freðs var úti­leik­ur gegn Portúgal 19. nóv­em­ber á síðasta ári í undan­keppni EM 2024. Síðasta markið kom gegn Slóvakíu 17. júní í sömu keppni.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert