Stjarnan upp í efri hlutann

HK-ingurinn Atli Arnarson skallar að marki Stjörnunnar í kvöld.
HK-ingurinn Atli Arnarson skallar að marki Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Eyþór

Stjarnan og HK áttust við í 20. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld og lauk leiknum með sigri Stjörnunnar, 2:0.

Leikurinn var mjög jafn framan af og skiptust liðin á að sækja í byrjun leiks. Fyrsta alvöru færi leiksins kom á 10. mínútu þegar Atli Arnarson skaut framhjá marki Stjörnunnar í mjög álitlegu færi.

Fyrsta mark leiksins kom á 21. mínútu og voru það heimamenn úr Stjörnunni sem áttu það. Boltinn barst inn í teig HK þar sem mikil barátta átti sér stað. Það var svo að lokum Örvar Eggertsson sem náði að renna sér í boltann og koma honum yfir marklínuna. Staðan 1:0 fyrir Stjörnunni.

HK átti fínt færi strax á 28. mínútu þegar boltinn barst til Atla Arnarsonar en skalli hans fór framhjá markinu.

Örvar var aftur á ferðinni á 32. mínútu leiksins þegar hann komst inn í teig hægra megin og í ágætis skotfæri en hann lyfti boltanum framhjá marki HK.

Atli Arnarson leikmaður HK fékk fínt færi á 41. mínútu en Árni Snær Ólafsson varði vel í marki Stjörnunnar.

Kjartan Már Kjartansson skoraði mark fyrir Stjörnuna á 44. mínútu leiksins en markið var dæmt af sökum rangstöðu. Hárréttur dómur.

Staðan í hálfleik 1:0 fyrir Stjörnuna.

Leikmenn HK sköpuðu fyrsta færi síðari hálfleiks strax á 48. mínútu þegar Leifur Andri Leifsson fyrirliði HK gaf langa sendingu fram völlinn þar sem Eiður Gauti Sæbjörnsson náði að setja höfuðið í boltann og fór skalli hans rétt yfir mark Stjörnunnar.

Stjarnan tvöfaldaði forystuna á 60. mínútu þegar Óli Valur Ómarsson skoraði eftir fallega sendingu frá Róberti Frosta Þorkelssyni og staðan orðin 2:0 fyrir Stjörnuna.

Á 63. mínútu vildu leikmenn HK fá víti þegar Sigurður Gunnar Jónsson hélt Atla Þór Jónassyni sem var með boltann inni í teig en Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins, sem hefur átt betri leiki, dæmdi ekkert.

Leikmenn HK ógnuðu talsvert marki Stjörnunnar í síðari hálfleik og átti Tareq Shihab frábært skot á 80. mínútu leiksins sem Árni Snær varði í horn.

Annað markvert gerðist ekki og lauk leiknum með sigri Stjörnunnar 2:0.

Með sigrinum eru stökkva stjörnumenn upp í sjötta sæti deildarinnar sem tilheyrir efri hlutanum þegar deildinni verður skipt og fara upp fyrir lið Fram og KA. Á sama tíma mistókst HK að komast upp úr fallsæti og er áfram í 11. sæti deildarinnar með 17 stig líkt og Vestri sem er sæti ofar.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 2:0 HK opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert