20. umferð: Stórir áfangar Sigurðar og Arnþórs - Björn í 50

Sigurður Egill Lárusson er kominn með 250 leiki í efstu …
Sigurður Egill Lárusson er kominn með 250 leiki í efstu deild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valsmaðurinn Sigurður Egill Lárusson komst á sunnudaginn í fámennan hóp íslenskra knattspyrnumanna þegar hann lék með Hlíðarendaliðinu gegn Vestra í 20. umferð Bestu deildar karla.

Þetta var 250. leikur Sigurðar í deildinni en hann er aðeins 21. leikmaðurinn í sögu Íslandsmótsins sem nær þeim leikjafjölda. Hann er sá þriðji á þessu tímabili sem nær 250 leikjum, á eftir liðsfélaga sínum Kristni Frey Sigurðssyni og Blikanum Damir Muminovic en þeir tveir deila nú 16.-17. sætinu með 262 leiki hvor.

Af þessum 250 leikjum hefur Sigurður leikið 232 með Val og 18 með Víkingi en hann er fjórði leikjahæsti Valsmaðurinn í deildinni frá upphafi, á eftir Hauki Páli Sigurðssyni, Bjarna Ólafi Eiríkssyni og Sigurbirni Hreiðarssyni.

Arnþór Ari Atlason náði tveimur stórum áföngum gegn KR.
Arnþór Ari Atlason náði tveimur stórum áföngum gegn KR. mbl.is/Hákon

Arnþór Ari Atlason, miðjumaður HK, náði tveimur stórum áföngum þegar Kópavogsliðið lagði KR að velli, 3:2, síðasta fimmtudagskvöld. Arnþór lék þar sinn 200. leik í deildinni og um leið sló hann leikjamet HK í efstu deild með því að spila sinn 98. leik fyrir félagið. Hann fór þar með framúr Arnari Frey Ólafssyni markverði sem var kominn með 97 leiki þegar hann sleit hásin fyrir nokkrum vikum.

Leikirnir 200 hjá Arnþóri skiptast þannig að 98 eru fyrir HK, 82 fyrir Breiðablik og 20 fyrir Fram.

Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður FH, komst í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað 50 mörk í efstu deild þegar hann gerði tvö marka liðsins í sigrinum á Fylki, 3:2, í Árbænum í fyrrakvöld. Hann er fjórði leikmaðurinn sem nær 50. markinu á þessu tímabili en hinir eru Nikolaj Hansen úr Víkingi, Emil Atlason úr Stjörnunni og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr Val.

Björn Daníel Sverrisson skallar boltann að marki Fylkis en hann …
Björn Daníel Sverrisson skallar boltann að marki Fylkis en hann skoraði tvö mörk í leiknum. mbl.is/Ólafur Árdal

Björn hefur skorað öll sín 50 mörk fyrir FH og er sjöundi leikmaðurinn sem nær þeim markafjölda fyrir Hafnarfjarðarfélagið. Hann er fjórði leikjahæstur hjá FH í sögunni með 231 leik fyrir félagið í efstu deild.

Úrslit­in í 20. um­ferð:
HK - KR 3:2 (17. umferð)
Val­ur - Vestri 3:1
ÍA - Breiðablik 1:2
Fram - KA 1:2
Fylk­ir - FH 2:3
Stjarn­an - HK 2:0
KR - Víkingur R. frestað til 13. september

Marka­hæst­ir í deild­inni:
15 Vikt­or Jóns­son, ÍA
13 Pat­rick Peder­sen, Val

11 Jónatan Ingi Jóns­son, Val
9 Emil Atla­son, Stjörn­unni

8 Björn Daní­el Sverr­is­son, FH
8 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val

8 Helgi Guðjóns­son, Vík­ingi R.

7 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
7 Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son, Breiðabliki
7 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH

7 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
7 Valdi­mar Þór Ingi­mund­ar­son, Vík­ingi

6 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.

6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son, KA
5 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.
5 Arnþór Ari Atla­son, HK
5 Atli Þór Jónasson, HK
5 Ásgeir Sig­ur­geirs­son, KA
5 Daní­el Haf­steins­son, KA
5 Hauk­ur Örn Brink, Stjörn­unni
5 Ísak Snær Þor­valds­son, Breiðabliki
5 Ja­son Daði Svanþórs­son, Breiðabliki
5 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi R. 
5 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
5 Vikt­or Karl Ein­ars­son, Breiðabliki
5 Örvar Eggertsson, Stjörnunni

Næstu leik­ir:
1.9. Vestri - Fylkir
1.9. KA - Breiðablik
1.9. FH - Stjarnan
1.9. KR - ÍA
1.9. Víkingur - Valur
1.9. HK - Fram

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert