Hræðilegur dómur á Ásvöllum (myndskeið)

Gonzalo Zamorano skoraði úr vítinu.
Gonzalo Zamorano skoraði úr vítinu. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Selfyssingar eru nánast komnir upp í 1. deild karla í fótbolta eftir sigur á Haukum, 2:1, á útivelli í 2. deildinni í gærkvöldi.

Spánverjinn Gonzalo Zamorano skoraði bæði mörk Selfoss, það seinna úr víti eftir að Aron Fannar Birgisson fór niður innan teigs.

Dómarinn Pétur Guðmundsson, sem hefur mikla reynslu úr efstu deild, mat það sem svo að Magnús Kristófer Anderson í marki Hauka hafi brotið á Aroni.  

Við nánari athugun má sjá að það er kolrangur dómur enda er þetta langt frá því að vera snerting.

Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert