Einn nýliði í U21-árs landsliðinu

Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson. mbl.is/Eyþór Árnason

Gísli Gottskálk Þórðarson er nýliði í U21-árs landsliði karla í knattspyrnu en liðið mætir Danmörku og Wales í undankeppni EM 2025 í september.

Ólafur Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti 20-manna leikmannahóp sinn í dag en hann tók við liðinu þegar Davíð Snorri Jónasson var ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.

Ísland mætir Danmörku 6. september og Wales hinn 10. september en báðir leikirnir fara fram á Víkingsvelli í Fossvogi.

Alls gerir Ólafur þrjár breytingar frá leikmannahóp liðsins í mars, þegar Ísland mætti Wales og Tékklandi, en þeir Gísli Gottskálk, Óskar Borgþórsson og Róbert Orri Þorkelsson koma inn í hópinn fyrir þá Danijel Dejan Djuric, Jakob Franz Pálsson og Kristófer Jónsson.

Ísland er í þriðja sæti riðilsins með 6 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Fimm stigum minna en Danmörk og Wales en Ísland á tvo leiki til góða á Wales og einn leik til góða á Danmörku.

Leikmannahópur U21-árs landsliðsins:

Markverðir:
Adam Ingi Benediktsson – Östersund – 6 leikir
Lúkas J. Blöndal Peterson – Hoffenheim – 4 leikir

Aðrir leikmenn:
Andri Fannar Baldursson – Elfsborg – 18 leikir
Kristall Máni Ingason – SönderjyskE – 17 leikir, 8 mörk
Róbert Orri Þorkelsson – Kongsvinger – 15 leikir, 1 mark
Ólafur Guðmundsson – FH – 10 leikir
Valgeir Valgeirsson – Örebro – 9 leikir
Ísak Andri Sigurgeirsson – IFK Norrköping – 8 leikir
Logi Hrafn Róbertsson – FH – 8 leikir
Óli Valur Ómarsson – Stjarnan – 7 leikir, 1 mark
Davíð Snær Jóhannsson – Álasund – 6 leikir, 2 mörk
Ari Sigurpálsson – Víkingur R. – 5 leikir, 1 mark
Anton Logi Lúðvíksson – Haugasund – 5 leikir
Hlynur Freyr Karlsson – Brommapojkarna – 5 leikir
Óskar Borgþórsson – Sogndal – 5 leikir
Eggert Aron Guðmundsson – Elfsborg – 4 leikir
Hilmir Rafn Mikaelsson – Kristiansund– 1 leikur
Benoný Breki Andrésson – KR – 1 leikur
Daníel Freyr Kristjánsson – FC Frederica – 1 leikur
Gísli Gottskálk Þórðarson – Víkingur R.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert