Fengu himinháa sekt

HK fagnaði sigri í umræddum leik, 3:2.
HK fagnaði sigri í umræddum leik, 3:2. mbl.is/Eggert Jóhannesson

HK hefur verið sektað um 250.000 krónur vegna framkvæmdar félagsins í kringum leik HK og KR í 17. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu sem fram fór hinn 22. ágúst í Kórnum í Kópvogi.

Til stóð að leikurinn myndi fara fram fimmtudaginn 8. ágúst en fresta þurfti leiknum vegna brotins marks í Kórnum.

Upphaflega var leiknumn frestað um sólahring en KR kærði framkvæmd leiksins í tvígang og því var hann að endingu leikinn 22. ágúst.

Ámælisvert og óásættanlegt

„Að virtum öllum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkvæmd og skipulag knattspyrnudeildar HK í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR, sem fram átti að fara þann 8. ágúst sl. í Bestu deild karla, hafi verið verulega ábótavant,“ segir í úrskurðu Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

„Nánar tiltekið er það mat nefndarinnar að framkvæmd og skipulag fyrirhugaðs leiks hafi verið ámælisvert og óásættanlegt og falli því undir ákvæði 5.10 í lögum KSÍ,“ segir ennfremur í úrskurðinum sem má sjá í heild sinni með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert