Skýtur föstum skotum á landsliðsþjálfarann

Åge Hareide og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Lárus Orri Sigurðsson.
Åge Hareide og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Lárus Orri Sigurðsson. mbl.is/Eggert

Lárus Orri Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands og sérfræðingur um Bestu deild karla, vandar Åge Hareide ekki kveðjurnar eftir að Hareide sagði 1. deild ekki nógu sterka fyrir Aron Einar Gunnarsson með tilliti til landsliðsins.

Á blaðamannafundi KSÍ í gær þar sem landsliðshópurinn fyrir komandi leiki í Þjóðardeild Evrópu var tilkynnt var Hareide spurður um stöðuna á Aroni Einari Gunnarssyni en fyrirliðinn var ekki valinn í hópinn sem mætir Tyrkjum og Svartfellingum.

„Við höf­um verið í góðu sam­bandi og það var ánægju­legt að heyra það að hann er að styrkj­ast eft­ir erfið meiðsli,“ sagði Harei­de.

„Það er hins veg­ar klárt mál að hann verður ekki val­inn á meðan hann er að spila með Þór í 1. deild­inni. Hann verður að spila í sterk­ari deild ef hann ætl­ar sér að kom­ast aft­ur í landsliðið,“ bætti landsliðsþjálf­ar­inn við.

Lárus Orri skaut föstum skotum á Hareide á Twittersíðu sinni og spyr hvort það sé betra fyrir leikmenn að spila hvergi heldur en að spila fyrir Þór. Lárus Orri bendir á að Aron hafi verið valinn í leiki gegn Lúxemborg og Slóvakíu þegar hann hafði ekkert spilað fyrir þáverandi félag sitt, Al-Arabi.

Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl“, segir Lárus Orri.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert