21. mark Söndru tryggði sigur gegn FH

Sandra María Jessen kampakát með sigurmarkið.
Sandra María Jessen kampakát með sigurmarkið. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þór/KA og FH mættust í síðasta leiknum í 19. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Var þetta leikur í efri hluta deildarinnar.

Leikurinn fór fram á KA-vellinum en þar mun Akureyrarliðið spila síðustu heimaleiki sína. Mikið hvassviðri hafði áhrif á leikinn og gæði knattspyrnunnar. Liðin gerðu samt skrambi vel miðað við erfiðar aðstæður. Aðeins eitt mark var skorað og vann Þór/KA leikinn 1:0. Það var Sandra María Jessen sem skoraði markið og var það 21. mark hennar í deildinni í sumar.

Eftir leikinn er Þór/KA komið með 33 stig í þriðja sætinu en FH er áfram í 5. sæti með 25 stig.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus og í raun voru færin af skornum skammti. Hulda Ósk Jónsdóttir fékk dauðafæri fyrir Þór/KA en hún hitti ekki markið. FH skoraði svo skallamark eftir hornspyrnu en það var dæmt af. Ekki var nokkuð að sjá sem gaf tilefni til þess.

Markvörðurinn Shelby Money misreiknaði bara boltann og bakkaði frá honum, sem varð til þess að Snædís María Jörundsdóttir gat staðið ein á marklínunni og skallað hann inn.

Það var svo strax á 49. mínútu sem Þór/KA skoraði fyrsta markið. Sandra María Jessen stakk sér inn á vítateig og láraði örugglega færið sitt. Var hún að skora 21. markið sitt í deildinni. Leikurinn opnaðist mikið eftir markið og sóttu liðin á víxl, án þess þó að skapa nokkur alvöru marktækifæri.

FH lagði allt kapp á að jafna leikinn á lokamínútunum og sótti nokkuð stíft. Sara Montoro hefði vel getað fengið vítaspyrnu fyrir FH en ekkert var þar dæmt. Þór/KA fékk líka færi þegar Margrét Árnadóttir þrumaði boltanum á mark.

Boltinn stefndi í skeytin en Aldís Guðlaugsdóttir varði stórkostlega. Aldís varði tvisvar í viðbót frá Söndru Maríu á lokakaflanum.

Þór/KA 1:0 FH opna loka
90. mín. Leik lokið Þór/KA vinnur þennan jafna leki og er nú með fjögurra stiga forskot á Víking.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert