Víkingar byrja á Kýpur og enda í Austurríki

Aron Elís Þrándarson og félagar í Víkingi keppa í deildarkeppni …
Aron Elís Þrándarson og félagar í Víkingi keppa í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Eggert Jóhannesson

Leiktímar Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í deildarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta hafa verið tilkynntir.

Víkingur mætir Omonoia frá Kýpur, Noah frá Armeníu og LASK frá Austurríki á útivelli og Cercle Brugge frá Belgíu, Borac frá Bosníu og Djurgården frá Svíþjóð á heimavelli.

Víkingsliðið byrjar á útivelli gegn Omonoia 3. október og endar á útileik gegn LASK 19. desember. Fyrsti heimaleikurinn er gegn Cercle Brugge 24. október og sá síðasti 12. desember gegn Djurgården.

Leikir Víkings í Sambandsdeildinni:

1. október: Omonoia Nikósía – Víkingur
24. október: Víkingur – Cercle Brugge
7. nóvember: Víkingur – Borac Banja Luka
28. nóvember: Noah – Víkingur
12. desember: Víkingur – Djurgården
19. desember: LASK Linz – Víkingur 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka