Enn kreista Blikar fram sigur

Blikar fagna marki í dag.
Blikar fagna marki í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Heil um­ferð er spiluð í dag í Bestu-deild karla í fót­bolta og er leikj­un­um dreift yfir dag­inn. KA og Breiðablik mætt­ust á KA-vell­in­um kl. 16:15 í híf­andi roki.

Úr varð fjör­ug­ur leik­ur hjá liðum sem höfðu sam­tals spilað 17 leiki í röð án taps. Eitt­hvað varð und­an að láta og Blikar unnu 3:2 í stór­skemmti­leg­um leik.

Breiðablik byrjaði leik­inn bet­ur en KA komst fljót­lega í gang og var leik­ur­inn jafn og spenn­andi all­an fyrri hálfleik­inn.

Fyrsta mark leiks­ins kom eft­ir að Breiðablik fékk auka­spyrnu rétt utan við víta­teig KA, hægra meg­in. Krist­inn Jóns­son spyrnti að marki í gegn um gis­inn varn­ar­vegg KA.

Steinþór Freyr Auðuns­son varði bolt­ann út í teig­inn þar sem urmull Blika var mætt­ur. Daniel Obbekjær var fyrst­ur í bolt­ann og setti hann fram­hjá bjarg­ar­laus­um Steinþóri.

Skömmu síðar jafnaði Viðar Örn Kjart­ans­son með stór­góðu marki. Hann setti bolt­ann í mark með hæln­um eft­ir fasta fyr­ir­gjöf fá Ásgeiri Sig­ur­geirs­syni.

Í upp­hafi seinni hálfleiks skoruðu Blikar á ný. Ísak Snær Þor­valds­son skoraði eft­ir góða sókn Blika upp vinstri kant­inn. KA jafnaði nokkru síðar og aft­ur var Viðar Örn á ferðinni eft­ir bras á Blik­um í öft­ustu línu. Voru KA-menn ansi lengi að koma sér ískot­færi en gerðu það að lok­um.

Þegar leið að lok­um leiks­ins magnaðist spenn­an og Blikar skoruðu enn á ný. Kristó­fer Ingi Krist­ins­son af­greiddi bolt­ann í netið eft­ir værukærð Daní­els Haf­steins­son­ar í eig­in víta­teig. Reynd­ist þetta sig­ur­mark leiks­ins þrátt fyr­ir nokk­ur færi á lokakafl­an­um og fékk KA tvö kjör­in færi þar sem Ant­on Ari Ein­ars­son varði stór­vel.

KA 2:3 Breiðablik opna loka
skorar Viðar Örn Kjartansson (36. mín.)
skorar Viðar Örn Kjartansson (62. mín.)
Mörk
skorar Daniel Obbekjær (20. mín.)
skorar Ísak Snær Þorvaldsson (51. mín.)
skorar Kristófer Ingi Kristinsson (83. mín.)
fær gult spjald Hrannar Björn Steingrímsson (36. mín.)
fær gult spjald Viðar Örn Kjartansson (84. mín.)
fær gult spjald Ívar Örn Árnason (85. mín.)
fær gult spjald Daníel Hafsteinsson (90. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Kristinn Steindórsson (56. mín.)
fær gult spjald Davíð Ingvarsson (57. mín.)
fær gult spjald Ísak Snær Þorvaldsson (69. mín.)
fær gult spjald Arnór Gauti Jónsson (90. mín.)
mín.
90 Daníel Hafsteinsson (KA) fær gult spjald
Eftir að leik lýkur.
90 Leik lokið
Mikilvægur en torsóttur Blika.
90 Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) fær gult spjald
90 KA fær hornspyrnu
90 Jakob Snær Árnason (KA) á skot sem er varið
Algjört dauðafæri. Anton Ari er að bjarga Blikum.
90
Það eru fjórar mínútur auka.
86 Harley Willard (KA) kemur inn á
86 Viðar Örn Kjartansson (KA) fer af velli
86 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) kemur inn á
86 Aron Bjarnason (Breiðablik) fer af velli
86 Jakob Snær Árnason (KA) kemur inn á
86 Rodrigo Gomes (KA) fer af velli
85 Ívar Örn Árnason (KA) fær gult spjald
84 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot sem er varið
84 Viðar Örn Kjartansson (KA) fær gult spjald
83 MARK! Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) skorar
2:3. Daníel missir boltann frá sér í eigin vítateig beint fyrir fætur Kristófers. Hann þakkar pent og klínir boltanum í vinstra hornið.
80 Dagur Ingi Valsson (KA) á skot framhjá
Bjarni fær dauðafæri en hann hikar eitthvað við að skjóta. Boltinn berst að lokum til Dags sem ætlar að klína boltann í markið. Skotið er alveg misheppnað.
79 Kári Gautason (KA) kemur inn á
79 Hrannar Björn Steingrímsson (KA) fer af velli
76 Breiðablik fær hornspyrnu
Blikar taka spyrnuna fljótt og heimamenn eru sofandi. Það skapast smá hætta við mark KA en ekkert verður úr.
71 Dagur Ingi Valsson (KA) kemur inn á
71 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) fer af velli
70 Viðar Örn Kjartansson (KA) á skot yfir
Þarna hafði hann nægan tíma en skaut í fyrsta. Boltinn fór tíu metra yfir markið.
69 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) fær gult spjald
Nú fær hann spjald fyrir litlar sakir.
68 Breiðablik fær hornspyrnu
67 Patrik Johannesen (Breiðablik) á skot sem er varið
Skot úr aukaspyrnu.
65 Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) kemur inn á
65 Kristinn Jónsson (Breiðablik) fer af velli
65 Patrik Johannesen (Breiðablik) kemur inn á
65 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
65 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot framhjá
Sama uppskrift og áðan. Höskuldur rennir boltanum inn á teig frá vinstri en Ísak Snær hittir boltann illa.
62 MARK! Viðar Örn Kjartansson (KA) skorar
2:2. Blikum er refsað. Daníel hirðir boltann af nafna sínum Daniel, rétt við vítateig gestanna. KA-menn hafa opið mark fyrir framan sig en draga það að skjóta. Daníel gefur loks á Viðar Örn, sem leikur á Daniel og þrumar boltanum framhjá Antoni Ara.
60 Viðar Örn Kjartansson (KA) á skot framhjá
Frábær sókn hjá KA. Viðar Örn er í þröngu færi og þrumar boltanum í hliðarnetið.
57 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fellir Hans Viktor nokkuð harkalega.
56 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fær gult spjald
Hvað var hann að gera, knúsa Bjarna í tilefni afmælisins? Hann réðst bara á hann.
53 Daniel Obbekjær (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
52 Breiðablik fær hornspyrnu
51 MARK! Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) skorar
1:2. Þetta var mjög einfalt. Davíð stakk sér upp að endamörkum og renndi föstum bolta inn í vítateig KA. Boltinn fór framhjá hálfu KA-liðinu og á Ísak. Hann náði skoti í bláhornið hægra megin.
47 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot framhjá
Þrumuskot með vinstri en boltinn fór rétt framhjá stönginni vinstra megin.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Það er engu bætt við þrátt fyrir smá töf þegar Höskuldur var straujaður í byrjun leiks.
45 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot sem er varið
Daníel veður með boltann upp völlinn og finnur Hallgrím inni á vítateignum. Hann nær skti úr þröngri stöðu en boltinn fer beint í fangið á Antoni Ara.
36 Hrannar Björn Steingrímsson (KA) fær gult spjald
Þetta er alveg dæmigert fyrir dómarann í dag. Ísak Snær hékk í Bjarna í aðdraganda marksins og hefði átt að fá gult spjald þegar boltinn færi úr leik. Hrannar minnti dómarann nokkuð höstulega á það en fékk gult í andlitið.
36 MARK! Viðar Örn Kjartansson (KA) skorar
1:1. Föst sending inn á markteiginn frá Ásgeiri. Viðar Örn setur hælinn í boltann og sneiðir hann inn rétt við nærstöngina.
33 Viðar Örn Kjartansson (KA) á skalla sem fer framhjá
Lítil hætta þarna.
32 KA fær hornspyrnu
30
Ásgeir Sigurgeirsson fær vænt olnbogaskot inni á vítateig Blika en fær ekkert fyrir sinn snúð.
29 KA fær hornspyrnu
26 KA fær hornspyrnu
20 MARK! Daniel Obbekjær (Breiðablik) skorar
0:1. Daniel fylgir eftir skoti Kristins úr aukaspyrnu. og nær að setja boltann yfir línuna.
20 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Hörkuskot úr aukapsyrnu.
18 Breiðablik fær hornspyrnu
Hans Viktor skallar boltann að lokum frá og boltastrákurinn aftan við markið eiginlega líka.
14 KA fær hornspyrnu
12 Ívar Örn Árnason (KA) á skalla sem fer framhjá
Föst hornspyrna inn á fjærstöngina. Boltinn er örlítið of hár og Ívar nær ekki skalla á markið.
11 KA fær hornspyrnu
6
Höskuldur er sraujaður inni í eign vítateig og liggur eftir.
3 Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Laus skalli og boltinn skoppar framhjá stönginni hægra megin.
3 Breiðablik fær hornspyrnu
2 Breiðablik fær hornspyrnu
Fín sókn en Darko setur boltann í horn.
1 Leikur hafinn
KA sækir upp í fjall en Blikar í átt að Vaðlaheiðinni.
0
Þá fer þetta að byrja.
0
Breiðablik spilar í svörtum búningum í dag.
0
KA er með óbreytt byrjunarlið frá síðaste leik en Breiðablik gerir eina breytingu. Kristinn Steindórsson kemur inn í staðinn fyrir Andra Rafn Yeoman.
0
Blikar töpuðu síðast 28. júní gegn FH. Þeir eru heitir og hafa unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli síðan þá.
0
KA-maðurinn Bjarni Aðalsteinsson fagnar 25 ára afmæli sínu í dag. Það verður gaman að sjá hvað hann ætlar sér í tilefni dagsins.
0
KA-menn hafa verið á flugi í seinni umferð mótsins eftir skelfilega byrjun. Þeir hafa spilað tíu leiki í röð án taps. Síðasti tapleikur þeirra var gegn Breiðabliki 19. júní.
0
Topplið Breiðabliks er hér í heimsókn gegn KA-mönnum. Heimamenn eru sem stendur í 7. sæti deildarinnar með 27 stig. Þeir eru stigi á eftir Stjörnumönnum. Blikar eru með 43 stig. Víkingur er á hælum þeirra með 40 stig en Víkingur á leik til góða.
0
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu mbl.is frá KA-vellinum á Akureyri.
Sjá meira
Sjá allt

KA: (4-3-3) Mark: Steinþór Már Auðunsson. Vörn: Hrannar Björn Steingrímsson (Kári Gautason 79), Hans Viktor Guðmundsson, Ívar Örn Árnason, Darko Bulatovic. Miðja: Daníel Hafsteinsson, Rodrigo Gomes (Jakob Snær Árnason 86), Bjarni Aðalsteinsson. Sókn: Ásgeir Sigurgeirsson (Dagur Ingi Valsson 71), Viðar Örn Kjartansson (Harley Willard 86), Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Varamenn: Kristijan Jajalo (M), Elfar Árni Aðalsteinsson, Andri Fannar Stefánsson, Dagur Ingi Valsson, Jakob Snær Árnason, Kári Gautason, Harley Willard.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Davíð Ingvarsson, Daniel Obbekjær, Viktor Örn Margeirsson, Kristinn Jónsson (Kristófer Ingi Kristinsson 65). Miðja: Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Karl Einarsson, Arnór Gauti Jónsson. Sókn: Kristinn Steindórsson (Patrik Johannesen 65), Ísak Snær Þorvaldsson, Aron Bjarnason (Oliver Sigurjónsson 86).
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Oliver Sigurjónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Patrik Johannesen, Benjamin Stokke, Kristófer Ingi Kristinsson, Tumi Fannar Gunnarsson.

Skot: Breiðablik 9 (5) - KA 10 (5)
Horn: Breiðablik 6 - KA 6.

Lýsandi: Einar Sigtryggsson
Völlur: KA-völlurinn

Leikur hefst
1. sept. 2024 16:15

Aðstæður:
Stórgott veður. Það er hressilegur hnúkaþeyr, sunnanátt og 17°C hiti. Gervigras.

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Aðstoðardómarar: Guðmundur Ingi Bjarnason og Þórður Arnar Árnason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert