Enn kreista Blikar fram sigur

Blikar fagna marki í dag.
Blikar fagna marki í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Heil umferð er spiluð í dag í Bestu-deild karla í fótbolta og er leikjunum dreift yfir daginn. KA og Breiðablik mættust á KA-vellinum kl. 16:15 í hífandi roki.

Úr varð fjörugur leikur hjá liðum sem höfðu samtals spilað 17 leiki í röð án taps. Eitthvað varð undan að láta og Blikar unnu 3:2 í stórskemmtilegum leik.

Breiðablik byrjaði leikinn betur en KA komst fljótlega í gang og var leikurinn jafn og spennandi allan fyrri hálfleikinn.

Fyrsta mark leiksins kom eftir að Breiðablik fékk aukaspyrnu rétt utan við vítateig KA, hægra megin. Kristinn Jónsson spyrnti að marki í gegn um gisinn varnarvegg KA.

Steinþór Freyr Auðunsson varði boltann út í teiginn þar sem urmull Blika var mættur. Daniel Obbekjær var fyrstur í boltann og setti hann framhjá bjargarlausum Steinþóri.

Skömmu síðar jafnaði Viðar Örn Kjartansson með stórgóðu marki. Hann setti boltann í mark með hælnum eftir fasta fyrirgjöf fá Ásgeiri Sigurgeirssyni.

Í upphafi seinni hálfleiks skoruðu Blikar á ný. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eftir góða sókn Blika upp vinstri kantinn. KA jafnaði nokkru síðar og aftur var Viðar Örn á ferðinni eftir bras á Blikum í öftustu línu. Voru KA-menn ansi lengi að koma sér ískotfæri en gerðu það að lokum.

Þegar leið að lokum leiksins magnaðist spennan og Blikar skoruðu enn á ný. Kristófer Ingi Kristinsson afgreiddi boltann í netið eftir værukærð Daníels Hafsteinssonar í eigin vítateig. Reyndist þetta sigurmark leiksins þrátt fyrir nokkur færi á lokakaflanum og fékk KA tvö kjörin færi þar sem Anton Ari Einarsson varði stórvel.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vestri 0:0 Fylkir opna
90. mín. Morten Ohlsen Hansen (Vestri) fær gult spjald
Man. United 0:3 Liverpool opna
90. mín. Leik lokið
Tindastóll 2:1 Keflavík opna
97. mín. Leik lokið Heimakonur í Tindastól vinna 2-1 sigur á Keflavík og hafa komið sér þægilega fyrir með 16 stig í botnbaráttunni. Fylkir og Keflavík eru í tveimur neðstu sætunum með 10 stig.
FH 0:3 Stjarnan opna
90. mín. Emil Atlason (Stjarnan) skorar 0:3. Emil fær boltann frá vinstir og skorar örugglega.
KR 4:2 ÍA opna
90. mín. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (KR) fær gult spjald Kom í veg fyrir að Árni næði að sparka boltanum hratt fram
Víkingur R. 0:2 Valur opna
45. mín. Ingvar Jónsson (Víkingur R.) fær gult spjald Bjargar sínum mönnum með frábæru úthlaupi og tæklar boltann í innkast. Ákveður að taka boltann með sér aftur inn á völlinn til að koma sér aftur í markið í tæka tíð og fær að launum gult spjald.
HK 0:0 Fram opna
45. mín. Fram fær víti +1 - Kennie með skot í hendina á Þorsteini Aron og Gunnar Freyr, dómari leiksins, dæmir víti.

Leiklýsing

KA 2:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Það eru fjórar mínútur auka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka