Stjarnan í bullandi Evrópubaráttu eftir stórsigur í Kaplakrika

Stjörnumaðurinn Örvar Eggertsson í baráttunni við FH-inginn Böðvar Böðvarsson.
Stjörnumaðurinn Örvar Eggertsson í baráttunni við FH-inginn Böðvar Böðvarsson. mbl.is/Ólafur Árdal

FH og Stjarnan áttust við í 21. umferð Bestu deildar Karla í fótbolta í dag og lauk leiknum með sigri Stjörnunnar, 3:0.

FH er enn í fjórða sæti, sem gæti veitt þátttöku í Evrópu næsta sumar, með 32 stig en Stjarnan er með 31 stig í sjötta sæti. Á milli liðanna er ÍA, einnig með 31 stig. 

Leikurinn fór afar rólega af stað og framan af gerðist ekkert markvert í leiknum. Það var ekki fyrr en á 14. mínútu leiksins sem að fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós en þá skaut Ingimar Torbjörnsson Stöle framhjá marki Stjörnunnar.

Liðin voru ansi varkár í fyrri hálfleik og gáfu fá færi á sér og ógnuðu að sama skapi lítið.

Á 30. Mínútu leiksins komst Örvar Eggertsson einn inn fyrir vörn FH og var felldur af Sindra Kristni Ólafssyni í markverði FH en blessunarlega fyrir Sindra var Örvar dæmdur rangstæður.

Eftir þetta fóru liðin að sækja aðeins meira. Á 41. mínútu leiksins fór þrumuskot Bjarna Guðjóns Brynjólfssonar í varnarmann Stjörnunnar, breytti um stefnu og fór rétt framhjá markinu.

FH-ingar voru heldur líklegri í lok fyrri hálfleiksins og fékk Sigurður Bjartur Hallsson tvisvar sinnum álitleg tækifæri til að skora en inn vildi boltinn ekki.

FH fékk síðan aukaspyrnu á stórhættulegum stað á 45. Mínútu en skot Kjartans Kára Halldórssonar rétt yfir samskeytin.

Staðan í hálfleik 0:0.

FH byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og átti Bjarni Guðjón Brynjólfsson skot yfir markið úr álitlegu færi strax á 47. mínútu leiksins.

Leikmenn FH sóttu miklu meira framan af og sköpuðu sér talsvert af hálffærum. Á 60 mínútu átti Arnór Borg Guðjohnsen sendingu fyrir markið og þar mætti Logi Hrafn Róbertsson og skaut að marki en boltinn framhjá.

Mínútu síðar skoraði Stjarnan algjörlega gegn gangi leiksins þegar Óli Valur Ómarsson átti glæsilegt mark talsvert fyrir utan vítateig. Sindri Kristinn Ólafsson var hársbreidd frá því að eiga stórkostlega markvörslu en boltinn fór inn. Staðan 1:0 fyrir Stjörnunni.

Eftir þetta mark hitnaði ansi vel í kolunum og fóru nokkur gul spjöld á loft. Leikmenn FH reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en tókst ekki.

Á 79. mínútu leiksins fékk Ísak Óli Ólafsson boltann aftast í vörn FH, gaf boltann frá sér þar sem Guðmundur Baldvin Nökkvason komst inn í sendinguna, brunar að vítateig FH-inga og þrumar boltanum upp í samskeytin. Stórkostlegt mark og staðan 2:0 fyrir Stjörnuna.

Þegar 5 mínútur voru liðnar af uppbótartíma fékk Emil Atlason boltann inn í teig FH-inga og skoraði af öryggi og innsiglaði 3:0 sigur Stjörnunnar. Stjarnan er þvi á góðri leið með að tryggja sig í efri hluta deildarinnar.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vestri 0:0 Fylkir opna
90. mín. Morten Ohlsen Hansen (Vestri) fær gult spjald
Man. United 0:3 Liverpool opna
90. mín. Leik lokið
Tindastóll 2:1 Keflavík opna
97. mín. Leik lokið Heimakonur í Tindastól vinna 2-1 sigur á Keflavík og hafa komið sér þægilega fyrir með 16 stig í botnbaráttunni. Fylkir og Keflavík eru í tveimur neðstu sætunum með 10 stig.
KA 2:3 Breiðablik opna
90. mín. Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) fær gult spjald
KR 4:2 ÍA opna
90. mín. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (KR) fær gult spjald Kom í veg fyrir að Árni næði að sparka boltanum hratt fram
Víkingur R. 0:2 Valur opna
45. mín. Ingvar Jónsson (Víkingur R.) fær gult spjald Bjargar sínum mönnum með frábæru úthlaupi og tæklar boltann í innkast. Ákveður að taka boltann með sér aftur inn á völlinn til að koma sér aftur í markið í tæka tíð og fær að launum gult spjald.
HK 0:0 Fram opna
45. mín. Fram fær víti +1 - Kennie með skot í hendina á Þorsteini Aron og Gunnar Freyr, dómari leiksins, dæmir víti.

Leiklýsing

FH 0:3 Stjarnan opna loka
90. mín. Heiðar Ægisson (Stjarnan) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka