HK með dramatískan sigur

Framarinn Kennie Chopart með boltann í kvöld. HK-ingurinn Brynjar Snær …
Framarinn Kennie Chopart með boltann í kvöld. HK-ingurinn Brynjar Snær Pálsson verst. Ljósmynd/Kristinn Steinn

HK vann dramatískan sigur á Fram, 1:0, í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Kórnum í kvöld. 

Úrslitin þýða að HK fer upp í tíunda sæti með 20 stig en Fram er áfram í áttunda sæti með 26 stig.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð rólegur og var lítið um færi. Fram fékk besta færi fyrri hálfleiksins á áttundu mínútu þegar fyrirgjöf Haralds Einars Ásgrímssonar fann Alex Frey Elísson aleinan í teignum en skot Alex fór yfir markið. 

Á lokamínútu fyrri hálfleiks átti Kennie Chopart fast skot sem fór í höndina á Þorsteini Aron Antonssyni, varnarmanni HK, og benti Gunnar Freyr Róbertsson, dómari leiksins, á punktinn. 

Fred Saraiva steig á vítapunktinn fyrir Fram en Christoffer Petersen fór í rétt horn og varði vítaspyrnu Saraiva. Markalaust í hálfleik.  

Síðari hálfleikur byrjaði af miklum krafti og ógnuðu bæði lið. Guðmundur Magnússon fékk gott færi á 52. mínútu þegar fyrirgjöf Haralds fann Guðmund á fjærstönginni en skalli hans fór í hliðarnetið. 

Leikurinn róaðist í kjölfarið og var mikið af stoppum vegna meiðsla sem hægði á hraða leiksins. 

Þorsteinn Aron Antonsson braut ísinn fyrir HK á 85. mínútu með marki. Dagur Örn Fjeldsted kom með fyrirgjöf sem fann Þorstein sem skallaði boltann í netið. 

Mörkin urðu ekki fleiri og því lokaniðurstöður 1:0 sigur HK.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vestri 0:0 Fylkir opna
90. mín. Morten Ohlsen Hansen (Vestri) fær gult spjald
Man. United 0:3 Liverpool opna
90. mín. Leik lokið
Tindastóll 2:1 Keflavík opna
97. mín. Leik lokið Heimakonur í Tindastól vinna 2-1 sigur á Keflavík og hafa komið sér þægilega fyrir með 16 stig í botnbaráttunni. Fylkir og Keflavík eru í tveimur neðstu sætunum með 10 stig.
KA 2:3 Breiðablik opna
90. mín. Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) fær gult spjald
FH 0:3 Stjarnan opna
90. mín. Emil Atlason (Stjarnan) skorar 0:3. Emil fær boltann frá vinstir og skorar örugglega.
KR 4:2 ÍA opna
90. mín. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (KR) fær gult spjald Kom í veg fyrir að Árni næði að sparka boltanum hratt fram
Víkingur R. 3:2 Valur opna
90. mín. Leik lokið +7 - ÞVÍLÍKUR SIGUR HJÁ VÍKINGUM! ÞVÍLÍKUR LEIKUR! ÉG Á EKKI TIL ORÐ!

Leiklýsing

HK 1:0 Fram opna loka
90. mín. Atli Þór Jónasson (HK) á skot framhjá Fast skot rétt framhjá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka