Hvað á ég að segja

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari karlaliðs Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari karlaliðs Fylkis. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Fylkis, var hvort sáttur né svekktur eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Vestra á Ísafirði í 21. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta í dag.

Fylkir er kominn úr neðsta sæti í það næstneðsta með 17 stig, stigi frá öruggu sæti.

Rúnar Páll mætti í viðtal eftir leik. Hver eru fyrstu viðbrögð eftir leik?

„Heyrðu þetta var bara, hvað á ég að segja, sérstakur leikur. Þetta var svona miðjuþóf og mikill barátta og engin færi. En ég veit ekki hvað á að segja erfiður útivöllur og fengum eitt stig og við sættum okkur við það.“

Þetta var afskaplega þurrt, fannst þér þið ekki geta gert meira til að skapa ykkur eitthvað?

„Þetta var svona en við breytum því ekki. Við hefðum geta nýtt leikstöðurnar okkar betur og fengum fullt af möguleikum. Fyrirgjafir, horspyrnur og fleira sem við nýttum illa.

Þetta snérist líka um baráttuna og kraftinn inná vellinum og ekki hleypa þessu upp í vitleysu. Mér fannst við gera bara margt ágætt í þessum leik, hann var ekki sá skemmtilegasti ég viðurkenni það. Ég held að jafntefli er sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn þróaðist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka