Benoný með þrennu og KR í betri málum

Jón Gísli Eyland Gíslason í leik KR og ÍA í …
Jón Gísli Eyland Gíslason í leik KR og ÍA í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

KR fjarlægðist mestu fallhættuna með sigri á ÍA, 4:2, í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. KR er nú í níunda sæti með 21 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. ÍA er með 31 stig í fimmta sæti.

Skagamenn byrjuðu betur og Hinrik Harðarson skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu. Viktor Jónsson skallaði boltann aftur fyrir sig á Hinrik sem slapp einn í gegn og skoraði af öryggi.

Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Benoný Breki Andrésson með skalla af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Ástbirni Þórðarsyni.

Benoný var aftur á ferðinni á 27. mínútu með sínu öðru marki og öðru marki KR er hann sendi boltann af öryggi í hornið úr teignum eftir stutta sendingu frá Luke Rae og fyrirgjöf frá Atla Sigurjónssyni.

KR-ingar sköpuðu sér hvert færið á fætur öðru og fór Benoný illa með dauðafæri til að skora þrennuna og þá fór Luke Rae illa með tvö mjög góð færi.

Það stöðvaði hins vegar ekkert Benoný á 35. mínútu er hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Aroni Sigurðarsyni og fullkomnaði þrennuna. Reyndist það síðasta mark fyrri hálfleiks og KR með tveggja marka forskot í hálfleik.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað en KR-ingar voru sterkari aðilinn framan af. Það kom því gegn leiksins þegar Viktor Jónsson minnkaði muninn í 3:2 á 62. mínútu er hann skallaði í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá varamanninum Steinari Þorsteinssyni.

Skagamenn voru mun líklegri til að jafna en KR að ná tveggja marka forystu á ný næstu mínútur en Guy Smit varði nokkrum sinnum vel í marki heimamanna. 

KR-ingar nýttu sér það, því Luke Rae skoraði fjórða mark heimamanna í uppbótartíma og þar við sat. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vestri 0:0 Fylkir opna
90. mín. Morten Ohlsen Hansen (Vestri) fær gult spjald
Man. United 0:3 Liverpool opna
90. mín. Leik lokið
Tindastóll 2:1 Keflavík opna
97. mín. Leik lokið Heimakonur í Tindastól vinna 2-1 sigur á Keflavík og hafa komið sér þægilega fyrir með 16 stig í botnbaráttunni. Fylkir og Keflavík eru í tveimur neðstu sætunum með 10 stig.
KA 2:3 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið Mikilvægur en torsóttur sigur Blika.
FH 0:3 Stjarnan opna
90. mín. Emil Atlason (Stjarnan) skorar 0:3. Emil fær boltann frá vinstir og skorar örugglega.
Víkingur R. 0:0 Valur opna
1. mín. Leikur hafinn Heimamenn byrja með boltann!
HK 0:0 Fram opna
1. mín. Leikur hafinn Þetta er farið af stað! HK-ingar byrja með boltann.

Leiklýsing

KR 4:2 ÍA opna loka
90. mín. Haukur Andri Haraldsson (ÍA) á skot sem er varið Nálægt! Glæsilegt skot af 25 metra færi og boltinn stefnir í hornið en Smit ver virkilega vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka