Leiðinlegasti leikur sumarsins á Ísafirði

Vladimir Tufegdzic og Orri Sveinn Segatta eigast við í Árbænum.
Vladimir Tufegdzic og Orri Sveinn Segatta eigast við í Árbænum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vestri og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í alvöru fallbaráttuslag í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Ísafirði í dag. 

Eftir leikinn er Vestri í tíunda sæti með 18 stig, jafnmörg og KR, en Fylkir er kominn úr neðsta sæti og í það næstneðsta með 17 stig, jafnmörg og HK. 

Það var ágætis veður þegar upphitun hófst en stíf suðvestan átt setti svip sinn á fyrri hálfleikinn. Ekki bætti úr skák þegar það fór að rigna um miðjan hálfleikinn.

Það gerðist afar fátt í fyrri hálfleik mikið um barnig um allan vörn og nokkrar góðar stöður sem mynduðst. Fylkir lék með vindinn í bakið og náði lítið sem ekkert að nýta hann. Bæði lið fóru nokkuð sátt inn í hálfleikinn.

Seinni hálfleikurinn var endurtekning á fyrri hálfeiknum, það gerðist afar lítið.

Bæði lið áttu einhver hálffæri en það var enginn líklegur til að skora. Það virtist vera að bæði lið voru of hrædd við að tapa að það vantaði allt þor í að vinna leikinn.

Vissulega geta þjálfararnir verið sáttir við varnarleik sinna manna. Jafntefli gerir afar lítið fyrir bæði lið og var því skrýtið að horfa uppá það hvernig leikurinn spilaðist. Það mun enginn muna eftir þessum leik, nema þá kannski veðrinu það var það markverðasta hér í dag. Nú kemur landsleikjahlé og síðasta umferðin áður en deildinni verður skipt fer fram eftir tvær vikur.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Man. United 0:3 Liverpool opna
90. mín. Leik lokið
Tindastóll 2:1 Keflavík opna
97. mín. Leik lokið Heimakonur í Tindastól vinna 2-1 sigur á Keflavík og hafa komið sér þægilega fyrir með 16 stig í botnbaráttunni. Fylkir og Keflavík eru í tveimur neðstu sætunum með 10 stig.
KA 2:3 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið Mikilvægur en torsóttur sigur Blika.
FH 0:1 Stjarnan opna
66. mín. Logi Hrafn Róbertsson (FH) fær gult spjald
KR 3:2 ÍA opna
62. mín. Viktor Jónsson (ÍA) skorar 3:2 - Skagamenn minnka muninn! Steinar með fyrirgjöf frá hægri og Viktor skallar í netið af stuttu færi. Smit í boltanum en yfir línuna fer hann.
Víkingur R. 0:0 Valur opna
Engir atburðir skráðir enn
HK 0:0 Fram opna
Engir atburðir skráðir enn

Leiklýsing

Vestri 0:0 Fylkir opna loka
90. mín. Morten Ohlsen Hansen (Vestri) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka