Þurfum að snúa bökum saman

Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Ég er hrikalega sáttur með niðurstöðuna og hrikalega sáttur með þrjú stig,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir sigur liðsins gegn Fram í Bestu deild karla í Kórnum í kvöld.

„Þetta var ótrúlega erfitt, þannig ég er sáttur með hversu sætt það er að vinna svona rosalega fyrir stigunum þremur,“ sagði Ómar Ingi í viðtali við mbl.is eftir leik.  

Það benti lítið til þess að HK myndi skora en á 85. mínútu skoraði Þorsteinn Aron Antonsson sigurmark liðsins.

„Akkúrat núna verðum við bara að taka eins mörg stig og við getum sama hversu huggulega við gerum það.

Auðvitað fullt í leiknum í dag sem við hefðum viljað gera betur og fullt hlutum sem við undurbjuggum okkur fyrir betur. Akkúrat núna er það aukaatriði en við þurfum að laga hluti í pásunni fyrir lokakaflann í deildinni.

Við vorum ekkert frábærir og Framararnir lágu á okkur en við réðum vel við það og börðumst fyrir þessum punktum.“

Sex leikir eru eftir af tímabilinu og er HK í harðri fallbaráttu í tíunda sæti með 20 stig.

„Ekki staða sem neinn sækist eftir að vera í. Við þurfum að snúa bökum saman og það er ekkert frekar hjá okkur en öðru liði í fallbaráttunni sem vill falla. Það vilja allir halda sæti sínu í deildinni og það ætla allir núna að gera allt sem í þeirra valdi stendur.

En svo þegar að leikdag er komið þá verða menn að sýna að þeir geta staðið við það sem menn tala um. Það á við okkur eins og hin liðin.

Þannig vonandi getum við haldið okkur uppi í deildinni. Það mun krefjast mikillar vinnu og fullt af erfiðum leikjum sem við munum spila þannig þessi leikur ætti að gefa okkur trú á verkefnið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert