Tindastóll í kjörstöðu eftir sigur í botnslagnum

Jordyn Rhodes, númer 30 í Tindastóli, og Anita Lind Daníelsdóttir …
Jordyn Rhodes, númer 30 í Tindastóli, og Anita Lind Daníelsdóttir stökkva manna hæst. Ljósmynd/Jóhann Helgi

Aldís María Jóhannsdóttir reyndist hetja Tindastóls þegar liðið tók á móti botnliði Keflavíkur í 19. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Sauðárkróki í dag. Leiknum lauk með naumum sigri Tindastóls, 2:1, en Aldís María skoraði sigurmark leiksins á 78. mínútu.

Uppskera stúlknanna úr Skagafirðinum, þrjú dýrmæt stig. Þær eru komnar með 16 stig, nokkuð þægilegt forskot á Fylki og Keflavík sem sitja í tveimur neðstu sætunum með 10 stig. 

Mikil barátta einkenndi fyrstu mínúturnar en heimastúlkur náðu prýðilegri sókn um miðjan hálfleikinn. Gott samspil heimastúlkna endaði með frábærri sendingu frá Birgittu á Jordyn Rhodes sem skoraði laglega í vinstra hornið 1:0. Hennar ellefta mark í deildinni í sumar og er hún nú næstmarkahæst í Bestu deildinni.

Sigurmark í seinni hálfleik

Stúlkurnar suður með sjó náðu hins vegar að bregðast vel við eftir þetta mótlæti og uppskáru sjálfar mark á 39. mínútu. Frábær fyrirgjöf frá Caroline Van Slambrouck hitti á Melanie Forbes sem tók glæsilega á móti knettinum og kom honum framhjá markverði Tindastóls. Leikar stóðu jafnir í hálfleik, 1:1.

Áfram hélt baráttan í seinni hálfleik en það voru heimakonur sem uppskáru sigurmark þegar Jordyn Rhodes náði góðu skoti á 78. mínútu sem Vera Varis varði í marki Keflavíkur, boltinn hrökk hins vegar til Aldísar Maríu Jóhannsdóttur sem var nýkominn inn á sem varamaður. Hún náði frákastinu og skoraði í autt markið.

Í raun voru stelpurnar frá Sauðarkróki nær því að bæta við en Keflavík að jafna á lokakafla leiksins en Vera sá til þess að Jordyn skoraði ekki fleiri mörk í dag þegar hún slapp ein inn fyrir vörn Keflavíkur.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vestri 0:0 Fylkir opna
90. mín. Morten Ohlsen Hansen (Vestri) fær gult spjald
Man. United 0:3 Liverpool opna
90. mín. Leik lokið
KA 2:3 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið Mikilvægur en torsóttur sigur Blika.
FH 0:3 Stjarnan opna
90. mín. Emil Atlason (Stjarnan) skorar 0:3. Emil fær boltann frá vinstir og skorar örugglega.
KR 4:2 ÍA opna
90. mín. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (KR) fær gult spjald Kom í veg fyrir að Árni næði að sparka boltanum hratt fram
Víkingur R. 0:0 Valur opna
1. mín. Leikur hafinn Heimamenn byrja með boltann!
HK 0:0 Fram opna
1. mín. Leikur hafinn Þetta er farið af stað! HK-ingar byrja með boltann.

Leiklýsing

Tindastóll 2:1 Keflavík opna loka
97. mín. Leik lokið Heimakonur í Tindastól vinna 2-1 sigur á Keflavík og hafa komið sér þægilega fyrir með 16 stig í botnbaráttunni. Fylkir og Keflavík eru í tveimur neðstu sætunum með 10 stig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka