21. umferð: Eiður og Kristinn í 300 - þrír hundraðkallar í KA

Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur leikið 300 deildaleiki á ferlinum.
Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur leikið 300 deildaleiki á ferlinum. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður Vestra, náði stórum áfanga á ferlinum í  gær þegar Vestramenn tóku á móti Fylki í botnslag í Bestu deild karla í fótbolta.

Eiður lék þar sinn 300. deildaleik á ferlinum, heima og erlendis, og þar af eru 216 leikir í efstu deild hér á landi. Þar af 134 með ÍBV, 68 með Val og nú 14 með Vestra. Til viðbótar hefur Eiður leikið 22 leiki með ÍBV í 1. deild og 62 deildaleiki erlendis með Örebro í Svíþjóð, Sandnes Ulf í Noregi og Holstein Kiel í Þýskalandi.

Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val er kominn með 300 deildaleiki á Íslandi en hann náði þeim áfanga í 20. umferðinni. Kristinn, sem var í banni þegar Valur mætti Víkingi í gærkvöld, er kominn með 262 leiki í efstu deild, þar af 214 með Val, 24 með FH og 14 með Fjölni. Þá hefur Kristinn leikið 38 leiki í 1. deild með Fjölni.

Kristinn Freyr Sigurðsson - 300 deildaleikir á Íslandi.
Kristinn Freyr Sigurðsson - 300 deildaleikir á Íslandi. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Til viðbótar þessum 300 leikjum á Íslandi hefur Kristinn leikið 26 leiki með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni og því samtals 326 deildaleiki á ferlinum.

Talan 100 var alls ráðandi hjá KA-mönnum þegar þeir tóku á móti Breiðabliki í gær. KA-mennirnir Bjarni Aðalsteinsson og Hans Viktor Guðmundsson léku báðir sinn 100. leik í efstu deild og Rodrigo Gomes lék sinn 100. leik fyrir KA í deildinni.

Bjarni Aðalsteinsson lék sinn 100. leik með KA í efstu …
Bjarni Aðalsteinsson lék sinn 100. leik með KA í efstu deild. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Bjarni hefur leikið alla sína 100 leiki fyrir KA en hann og Rodrigo eru 11. og 12. leikmaðurinn sem ná þeim leikjafjölda fyrir Akureyrarliðið í deildinni. Hans Viktor hefur nú leikið 19 leiki fyrir KA í deildinni en hann lék áður 81 leik fyrir Fjölni. Rodrigo hefur auk 100 leikjanna fyrir KA leikið 46 leiki fyrir Grindavík í efstu deild.

Benoný Breki Andrésson var aðeins 35 mínútur að skora þrennu fyrir KR gegn ÍA og Alexander Rafn Pálmason úr KR er orðinn yngsti leikmaður í sögu efstu deildar karla en nánar má lesa um þetta tvennt hér:

Úrslit­in í 20. um­ferð:
Vestri - Fylk­ir 0:0
KA - Breiðablik 2:3
FH - Stjarn­an 0:3
KR - ÍA 4:2
Vík­ing­ur - Val­ur 3:2
HK - Fram 1:0

Marka­hæst­ir í deild­inni:
16 Vikt­or Jóns­son, ÍA
13 Pat­rick Peder­sen, Val

11 Jónatan Ingi Jóns­son, Val
10 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
10 Emil Atla­son, Stjörn­unni

9 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val
8 Björn Daní­el Sverr­is­son, FH

8 Helgi Guðjóns­son, Vík­ingi R.

7 Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son, Breiðabliki
7 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH

7 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
7 Valdi­mar Þór Ingi­mund­ar­son, Vík­ingi

6 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.
6 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.

6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son, KA
6 Ísak Snær Þor­valds­son, Breiðabliki
5 Arnþór Ari Atla­son, HK
5 Atli Þór Jónas­son, HK
5 Ásgeir Sig­ur­geirs­son, KA
5 Daní­el Haf­steins­son, KA
5 Hauk­ur Örn Brink, Stjörn­unni
5 Hinrik Harðarson, ÍA
5 Ja­son Daði Svanþórs­son, Breiðabliki
5 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi R. 
5 Óli Valur Ómarsson, Stjörnunni
5 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
5 Viðar Örn Kjartansson, KA
5 Vikt­or Karl Ein­ars­son, Breiðabliki
5 Örvar Eggerts­son, Stjörn­unni

Næstu leik­ir:
13.9. KR - Víkingur R.
15.9. Fram - FH
15.9. Breiðablik - HK
15.9. ÍA - KA
15.9. Stjarnan - Vestri
16.9. Fylkir - Víkingur R.
16.9. Valur - KR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert