Blandað gras eða svokallað Hybrid-gras verður lagt á Laugardalsvöll. Þetta kom fram við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu og frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í dag.
Hybrid-gras er blanda af grasi og gervigrasi og verður því skipt inn fyrir grasið sem er nú á vellinum.
Þá verður Laugardalsvöllur alfarið fyrir knattspyrnu en frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu sem verður einnig í Laugardalnum, að því er fullyrt var við undirritunina.