Fylkir hélt voninni á lífi

Evar Rut Ástþórsdóttir úr Fylki og Hrefna Jónsdóttir hjá Stjörnunni …
Evar Rut Ástþórsdóttir úr Fylki og Hrefna Jónsdóttir hjá Stjörnunni eigast við í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan og Fylkir áttust við í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld og endaði leikurinn með sigri Fylkis 2:1 en leikið var á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ.

Fylkir er nú með 13 stig, þremur stigum frá Tindastóli og öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir í neðri hlutanum. 

Leikurinn fór afar rólega af stað og er fátt hægt að segja um fyrri hálfleikinn annað en það að bæði liðin voru varkár í aðgerðum sínum og gáfu fær færi á sér.

Fyrsta alvöru færi leiksins kom ekki fyrr en á 32. mínútu leiksins þegar Arna Dís Arnþórsdóttir bakvörður Stjörnunnar keyrði inn í teig gestanna og skaut föstu skot að marki Fylkiskvenna en Tinna Brá Magnúsdóttir varði í horn.

Á 35. mínútu leiksins sóttu Fylkiskonur að marki Stjörnunnar. Boltinn kom fyrir markið og mátti litlu muna að Sóley Edda Ingadóttir skallaði boltann glæsilega í eigið mark en Erin Katrina Mcleod varði glæsilega.

Á 43. mínútu leiksins kom fyrsta mark leiksins þegar Úlfa Dís Úlfarsdóttir átti sendingu á Jessicu Ayers sem skaut að marki en Tinna Brá varði boltann beint í fæturna á Jessicu sem skoraði úr annarri tilraun. Staðan 1:0 fyrir Stjörnunni í hálfleik.

Stjörnukonur byrjuðu síðari hálfleikinn að því að ógna marki Fylkiskvenna. Á 47. mínútu leiksins átti Fanney Lísa Jóhannesdóttir gott skot að marki gestanna en Tinna Brá varði í marki Fylkiskvenna

Á 57. mínútu var Fanney Lísa aftur á ferðinni þegar fast skot hennar flaug rétt yfir markið.

Fylkiskonur jöfnuðu leikinn beint úr aukaspyrnu á 62.  mínútu leiksins og var þar að verki Eva Rut Ásþórsdóttir. Ekki hennar fyrsta mark úr aukaspyrnu í sumar.

Fylkiskonur voru ekki hættar. Á 70. mínútu leiksins á varamaðurinn Tinna Harðardóttir sendingu fyrir mark Stjörnukvenna og þar mætti annar varamaður, Marija Radojicic og renndi sér boltann sem fór yfir marklínuna og staðan 2:1 fyrir Fylkiskonur.

Eftir þetta reyndu Stjörnukonur allt hvað þær gátu til að jafna leikinn en það tókst ekki og lauk leiknum með sigri Fylkis 2:1 sem sótti gríðarlega dýrmæt stig í baráttunni um að halda sér uppi í Bestu deild kvenna.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 1:2 Fylkir opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert