19. umferð: Með 120 og 110 mörk - Anna önnur - met hjá Jordyn

Anna María Baldursdóttir er orðin næstleikjahæst hjá Stjörnunni.
Anna María Baldursdóttir er orðin næstleikjahæst hjá Stjörnunni. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Tvær af þeim markahæstu í sögu efstu deildar kvenna í knattspyrnu skoruðu áfangamörk í 19. umferð deildarinnar.

Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt 120. mark í deildinni þegar Valur gerði jafntefli við Þrótt, 1:1, á föstudagskvöldið. Hún er 13. markahæst í deildinni frá upphafi og næstmarkahæst af núverandi leikmönnum deildarinnar.

Sandra María Jessen skoraði sitt 110. mark í deildinni þegar Þór/KA vann FH, 1:0, á Akureyri á laugardaginn. Hún er 14. markahæst í deildinni frá upphafi og þriðja markahæst af núverandi leikmönnum deildarinnar.

Aðeins Berglind Björg Þorvaldsdóttir úr Val hefur skoraði fleiri mörk af núverandi leikmönnum, 141 talsins, en hún er sjöunda markahæst frá upphafi.

Anna María Baldursdóttir er orðin næstleikjahæst hjá Stjörnunni í efstu deild frá upphafi en hún lék sinn 212. leik í gærkvöld þegar lið hennar tapaði 2:1 fyrir Fylki. Anna fór upp fyrir Auði Skúladóttur sem lék 211 leiki fyrir Stjörnuna en leikjamet Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur fyrir félagið er 218 leikir.

Jordyn Rhodes hefur skorað helming marka Tindastóls á tímabilinu, 11 …
Jordyn Rhodes hefur skorað helming marka Tindastóls á tímabilinu, 11 af 22. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Jordyn Rhodes sló markamet Tindastóls í efstu deild þegar hún skoraði fyrra markið í sigrinum gegn Keflavík á sunnudag, 2:1. Þetta var hennar 11. mark í deildinni en áður hafði Murielle Tiernan skorað flest mörk Tindastóls frá upphafi, 10 talsins.

Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði sitt 20. mark í deildinni þegar Breiðablik vann Víking 4:0 á föstudagskvöldið.

Úrslit­in í 19. um­ferð:
Val­ur - Þrótt­ur R. 1:1
Breiðablik - Vík­ing­ur R. 4:0
Þór/​KA - FH 1:0
Tinda­stóll - Kefla­vík 2:1
Stjarn­an - Fylk­ir 1:2

Marka­hæst­ar:
21 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​​​​​​​​​KA
11 Jor­dyn Rhodes, Tinda­stóli
10 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki
8 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
8 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
8 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val

7 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
7 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
6 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki

6 Br­eu­kelen Wood­ard, FH
6 Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir, Val
5 Eva Rut Ásþórsdóttir, Fylki
5 Elísa Lana Sig­ur­jóns­dótt­ir, FH
5 Fanndís Friðriksdóttir, Val
5 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
5 Hildigunn­ur Ýr Bene­dikts­dótt­ir, FH
5 Kar­en María Sig­ur­geirs­dótt­ir, Þór/​​​​KA
5 Kristrún Rut Ant­ons­dótt­ir, Þrótti
5 Linda Líf Boama, Vík­ingi
5 Shaina Ashouri, Vík­ingi
5 Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir, FH
5 Úlfa Dís Úlfars­dótt­ir, Stjörn­unni

Næstu leik­ir:
  7.9. Tindastóll - Fylkir
  7.9. Keflavík - Stjarnan
12.9. FH - Víkingur R.
13.9. Þór/KA - Valur
13.9. Þróttur R. - Breiðablik
14.9. Stjarnan - Tindastóll
14.9. Fylkir - Keflavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert