Dregur sig úr landsliðinu

Óli Valur Ómarsson verður ekki með Íslandi gegn Danmörku og …
Óli Valur Ómarsson verður ekki með Íslandi gegn Danmörku og Wales. Kristinn Magnússon

Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Danmörku og Wales í undankeppni EM 2025 á næstu dögum.

Óli Valur Ómarsson leikmaður Stjörnunnar er að glíma við veikindi og hefur Jón Gísli Eyland Gíslason leikmaður ÍA verið kallaður inn í hópinn í hans stað.

Ísland er í þriðja sæti I-riðils með sex stig eftir fjóra leiki. Wales er í öðru með ellefu stig eftir sex leiki og Danmörk í toppsætinu með ellefu stig eftir fimm leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert