Gylfi spenntur fyrir komandi tímum

Gylfi Þór Sigurðsson einbeittur á landsliðsæfingu í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson einbeittur á landsliðsæfingu í dag. Eggert Jóhannesson

Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn í fótbolta eftir tæplega árs fjarveru.

Hann er spenntur fyrir komandi tímum með landsliðinu, sérstaklega í ljósi þess að ungir leikmenn íslenska liðsins eru byrjaðir að skipta í stærri félög. Nú síðast skipti Orri Steinn Óskarsson í Real Sociedad á Spáni frá FC Kaupmannahöfn í Danmörku.  

„Það er meira en annar hver maður að skipta um félag upp á síðkastið, sem er mjög gott. Þetta eru jákvæð skipti hjá mörgum. Við erum með marga unga, efnilega og skemmtilega leikmenn. Komandi ár eru mjög spennandi,“ sagði Gylfi við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka