Sáum síðast hvað hún getur gert fyrir okkur

Andri Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Svartfjallalandi á heimavelli á föstudag og Tyrklandi á útivelli á laugardag í fyrstu leikjum liðsins í Þjóðadeildinni.

Framherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er spenntur fyrir komandi verkefni en Ísland komst í umspil um sæti á síðasta lokamóti EM í gegnum Þjóðadeildina.

„Þetta eru tveir mikilvægir leikir. Við sáum síðast hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna þessa leiki og vera efstir í okkar riðli. Það er alltaf spennandi að byrja nýja keppni.

Nú höfum við ungu strákarnir verið að spila saman í svolítinn tíma og þekkjum þá eldri betri. Þetta er alvöru hópur með góðum leikmönnum,“ sagði Andri.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert