Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður án Hákons Arnars Haraldssonar er liðið leikur við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni.
Fyrri leikurinn við Svartfjallaland er á Laugardalsvelli á föstudag og seinni leikurinn gegn Tyrklandi í Izmir á mánudag.
Hákon er að glíma við meiðsli og hefur hann dregið sig úr hópnum. Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn í staðinn fyrir Skagamanninn unga.
Hákon er þriðji leikmaðurinn sem dregur sig úr hópnum en þeir Sverrir Ingi Ingason og Brynjar Ingi Bjarnason hafa einnig þurft að draga sig úr hópnum síðustu daga.