Breiðablik hafði betur gegn Minsk, 6:1, í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Samantha Rose Smith, sem skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Breiðablik, mætti í viðtal til mbl.is eftir leik.
„Mér líður mjög vel. Ég held að við bjuggumst við meiru frá okkur þannig við ætlum að taka það með okkur inn í næsta leik. Ég er mjög spennt að spila gegn Sporting.“
Voruð þið þá ósátt með frammistöðuna þrátt fyrir sex mörk?
„Nei, við erum mjög ánægðar, við kláruðum færin okkar en við getum gert betur og við vitum það. Svo við munum taka það með okkur inn í næsta leik og mæta fullar af sjálfstrausti.“
Þú hefur komið frábærlega inn í liðið, skorandi fjögur mörk hingað til í öllum keppnum og ert orðin lykileikmaður í Breiðablik.
„Ég held að ég passi vel inn í þetta lið og hvernig þau vilja spila. Ég þakka liðsfélögum mínum fyrir að leggja upp á mig frábærlega þannig ég þarf bara að pota boltanum yfir línuna hér og þar. Vonandi held ég því áfram“
Þið eigið stórleik á laugardaginn gegn Sporting. Hvernig leggst leikurinn í þig?
„Ég er án efa stressuð en á góðan hátt. Sérstaklega eftir þennan leik verður gaman að fara í annan Meistaradeildarleik. Dálítið skrítið að spila leiki eins og þessa en þetta er mjög skemmtileg upplifun og ég er ánægð að gera það með þessu liði.“