Fagnaðarefni fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn

Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Ég er sáttur við þann stað sem við erum á í dag,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks og leikmaður ágústmánaðar hjá Morgunblaðinu.

Það stefnir í æsispennandi lokasprett í Bestu deildinni, í fyrsta sinn í sögu deildarinnar, eftir að henni var skipt upp í efri og neðri hluta fyrir tímabilið 2022 en Blikar tróna á toppi deildarinnar með 46 stig, þremur stigum meira en Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík, en Víkingar eiga leik til góða á Breiðablik.

„Það eru fyrst og fremst forréttindi að vera í þessari stöðu. Það eru sex leikir eftir og maður hefur nokkrum sinnum gengið gegnum tíma þar sem maður er að spila sex leiki á tveimur vikum. Núna eru sjö vikur eftir af mótinu, út af þessum tveimur landsleikjahléum, sem er sérstakt.

Við þurfum að finna ákveðið jafnvægi og gíra okkur rétt upp í lokasprettinn. Það er mikil tilhlökkun og það stefnir í mjög spennandi lokasprett í deildinni, sem er auðvitað fagnaðarefni, bæði fyrir okkur leikmennina og íslenska knattspyrnuáhugamenn,“ bætti Höskuldur við í samtali við Morgunblaðið.

Viðtalið við Höskuld í heild sinni, ásamt úrvalsliði ágústmánaðar í Bestu deild karla, má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert