Langbestur í ágúst

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks var besti leikmaðurinn í Bestu deild karla í ágústmánuði samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Óhætt er að segja að Höskuldur hafi verið langbestur því hann fékk hvorki fleiri né færri en 9 M í sex leikjum Kópavogsliðsins, þremur fleiri en næsti maður, sem var Daníel Hafsteinsson miðjumaður KA, með sex M í fimm leikjum Akureyrarliðsins.

Fimm umferðir voru leiknar í deildinni í ágúst og auk þess leikur Vals og Breiðabliks sem var frestað í júlí. Leik KR og Víkings var hins vegar frestað fram í miðjan september þannig að liðin léku frá fjórum til sex leiki í ágústmánuði og sunnudaginn 1. september sem talinn er með.

Þetta er fimmta úrvalslið mánaðar á þessu tímabili en bestu leikmenn mánaða fyrr á tímabilinu voru Kyle McLagan (Fram) í apríl, Jónatan Ingi Jónsson (Val) í maí, Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) í júní og Fred Saraiva (Fram) í júlí.

Viðtal við Höskuld, stöðu efstu manna í M-einkunnagjöfinni og úrvalslið ágústmánaðar í Bestu deild karla má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert