Málskotsnefnd KSÍ hefur vísað slagsmálunum sem áttu sér stað í leik FH og Stjörnunnar í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins.
Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Guðmundi Kristjánssyni, leikmanni Stjörnunnar, og Böðvari Böðvarssyni, leikmanni FH, lenti saman í leiknum.
Böðvar gaf Guðmundi olnbogaskot og sá síðarnefndi brást við með því að slá Böðvar í andlitið. Dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, sá ekki atvikið og málskotsnefnd KSÍ vísaði því málinu til aga- og úrskurðarnefndarinnar sem mun taka það fyrir.
Myndband af atvikinu má sjá með því að smella hér.