Þriðji stærsti Evrópusigur íslensks liðs

Valskonur skoruðu tíu mörk gegn Ljuboten í dag.
Valskonur skoruðu tíu mörk gegn Ljuboten í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Sigur Vals á Ljuboten frá Norður-Makedóníu í undanúrslitum 1. umferðar Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Hollandi í dag er þriðji stærsti sigur íslensks liðs í Evrópukeppni frá upphafi.

Hinir tveir sigrarnir komu líka gegn liðum frá Norður-Makedóníu. 

Stjarnan sigraði Istatov, 11:0, árið 2017 og Breiðablik sigraði Dragon, 11:0, árið 2019. Nú hafa því þrjú íslensk lið náð tveggja stafa tölu í leik í Evrópukeppni kvenna.

Valskonur eru um leið eina liðið sem hefur bæði skorað og fengið á sig tveggja stafa tölu í Evrópukeppni. Valur tapaði 11:1 fyrir þýska stórliðinu Turbine Potsdam árið 2005 og það er stærsta tap íslensks kvennaliðs frá upphafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert