Ótrúlega gaman að fá að tala íslensku

Ísak Bergmann Jóhannesson á landsliðsæfingu.
Ísak Bergmann Jóhannesson á landsliðsæfingu. Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Ísak Bergmann Jóhannesson er á sínu öðru tímabili með þýska knattspyrnufélaginu Düsseldorf í B-deild Þýskalands. Liðið rétt missti af sæti í efstu deild á síðustu leiktíð og fyrir vikið missti liðið sterka leikmenn.

Þeirra í stað eru m.a. Valgeir Lunddal Friðriksson kominn til í staðinn og er Ísak hæstánægður að fá að æfa og spila með landa sínum.

„Ég fann það um leið og hann kom hve þægilegt það er að fá annan Íslending. Ég missti Christos Tzolis til Club Brugge og svo Yannik Engelhardt til Como og þeir voru góðir vinir mínir.

Það hefur verið gott að tala íslensku og gott að fá Valgeir inn. Hann er toppmaður og skemmtilegur strákur. Við höfum spilað saman með landsliðunum og náum vel saman. Það var ótrúlega gaman um leið að fá að tala íslensku,“ sagði Ísak.

Hann er í íslenska landsliðinu sem mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum annað kvöld kl. 18.45.

Valgeir Lunddal Friðriksson á æfingu með landsliðinu.
Valgeir Lunddal Friðriksson á æfingu með landsliðinu. Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert