Samningnum rift í Garðabænum

Mathias Rosenörn í leik með Stjörnunni í sumar.
Mathias Rosenörn í leik með Stjörnunni í sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Danski markvörðurinn Mathias Rosenörn hefur yfirgefið herbúðir karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Rosenörn, sem er 31 árs gamall, gekk til liðs við Garðbæinga fyrir síðasta tímabil frá Keflavík.

Markvörðurinn var valinn leikmaður ársins hjá Keflavík á síðustu leiktíð þegar liðið féll úr Bestu deildinni.

Alls lék hann tvo leiki í Bestu deildinni með Stjörnunni í sumar og auk þess fjóra bikarleiki og tvo Evrópuleiki, en í frétt fótbolta.net kemur einnig fram að samningi hans í Garðabænum hafi verið rift um mánaðamótin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert