Strákarnir sannfærandi gegn Mexíkó

Tómas Johannessen, sem er uppalinn hjá Gróttu, skoraði tvö mörk …
Tómas Johannessen, sem er uppalinn hjá Gróttu, skoraði tvö mörk gegn Mexíkó í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unglingalandslið karla í knattspyrnu vann sannfærandi sigur á Mexíkó, 3:0, í fyrsta leik sínum á alþjóðlegu móti í Slóveníu í dag.

Mörkin komu öll í síðari hálfleik og Tómas Johannessen, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, skoraði það fyrsta á 61. mínútu þegar hann lék inn í vítateiginn hægra megin og skaut laglega í hornið fjær.

Á 66. mínútu fékk fyrirliðinn Daníel Tristan Guðjohnsen, leikmaður Malmö í Svíþjóð, boltann frá Stíg Diljan Þórðarsyni, leikmanni Triestina á Ítalíu, og skaut vinstra megin úr vítateignum í hornið fjær, 2:0.

Tómas innsiglaði síðan sigurinn á 79. mínútu þegar hann fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Mexíkó, lék að vítateig og skoraði með föstu skoti upp undir þverslána.

Íslensku strákarnir mæta Katar á laugardaginn og Kasakstan á þriðjudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert