Sögulegur sigur Íslands á Laugardalsvelli

Ísland vann sögulegan sigur gegn Svartfjallalandi, 2:0, í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld.

Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu mörk íslenska liðsins í sitt hvorum hálfleiknum en þetta var fyrsti sigur Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar síðan hún var sett á laggirnar árið 2018.

Ísland er með 3 stig eftir sigur kvöldsins og í efsta sæti riðilsins. Wales og Tyrkland eru bæði með 1 stig eftir jafntefli liðanna í Cardiff í kvöld, og Svartfjallaland er án stiga. Næsti leikur Íslands er gegn Tyrklandi í Ízmir á mánudaginn kemur.

Jón Dagur fagnar marki sínu.
Jón Dagur fagnar marki sínu. mbl.is/Árni Sæberg

Svartfellingar hættulegri

Svartfellingar fengu fyrsta færi leiksins eftir vandræðagang í vörn íslenska liðsins á 12. mínútu. Logi Tómasson hitti ekki boltann og Milutin Osmajic var allt í einu sloppinn í gegn. Skot hans, úr þröngu færi í teignum, fór hins vegar í hliðarnetið.

Á 28. mínútu var Nikola Kristovic nálægt því að sleppa í gegn en Hjörtur Hermannsson stóð vörnina vel, settu pressu á Kristovic, og kom sér fyrir skotið á síðustu stundu.

Íslenska liðið átti nokkrar álitlegar sóknir en alltaf klikkaði síðasta sendingin og liðinu gekk illa að skapa sér afgerandi marktækifæri.

Osmajic var aftur á ferðinni á 31. mínútu þegar hann fékk háa sendingu inn í vítateig íslenska liðsins frá hægri. Skalli fór á markið en Hákon Rafn Valdimarsson var vel staðsettur í markinu og greip boltann.

Orri Steinn Óskarsson fagnar marki sínu í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson fagnar marki sínu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Mark eftir hornspyrnu

Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi svo yfir á 39. mínútu með fyrstu marktilraun Íslands í leiknum. Jóhann Berg Guðmundsson tók þá hornspyrnu frá hægri. Orri Steinn átti frábært hlaup á nærstöngina og laglegur skalli hans söng í netinu.

Fyrri hálfleikurinn fjaraði út eftir mark Orra Steins og Ísland leiddi því með einu marki í hálfleik, 1:0.

Síðari hálfleikurinn byrjaði með látum því eftir fjögurra mínútna leik fyrir íslenska liðið hornspyrnu. Jóhann Berg tók spyrnuna og boltinn datt fyrir Orra Stein í teignum sem átti þrumuskot að marki Svartfellinga. Svartfellingar björguðu á línu en Willy Delajod, dómari leiksins, mat það sem svo að varnarmaður Svartfjallalands hefði notað hendurnar þegar þeir björguðu á marklínu.

Orri Steinn fagnar marki sínu. Daníel Leó Grétarsson í bakgrunni.
Orri Steinn fagnar marki sínu. Daníel Leó Grétarsson í bakgrunni. mbl.is/Árni Sæberg

Sama uppskrift í seinni hálfleik

Dómarinn benti á punktinn en eftir að hafa skoðað atvikið betur í myndbandsskjánum ákvað hann að afturkalla dóminn og staðan því áfram 1:0.

Á 58. mínútu fékk íslenska liðið hornspyrnu úti vinstra megin og Gylfi Þór Sigurðsson spyrnti boltanum inn á teiginn. Jón Dagur Þorsteinsson var mættur á nærstöngina, skallaði boltann yfir sig, og hann söng í netinu. 2:0.

Nikola Krstovic kom sér í fínt færir fyrir Svartfjallaland á 61. mínútu þegar hann átti mjög fast skot utarlega í teignum en eins og áður var Hákon Rafn vel staðsettur í marki íslenska liðsins og varði vel.

Svartfellingar fengu tvö fín færi með mínútu millibili, á 73. mínútu og 74. mínútu. Fyrst átti Driton Camaj skot úr teignum sem Hákon varði, og svo átti Nikola Krstovic skalla sem endaði í höndunum á Hákoni.

Orri Steinn og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki þess fyrrnefnda.
Orri Steinn og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki þess fyrrnefnda. mbl.is/Árni Sæberg

Dauðafæri á lokamínútunum

Driton Camaj fékk frábært færi á 80. mínútu til þess að minnka muninn fyrir Svartfjallaland eftir að íslenska liðinu mistókst að hreinsa frá marki. Boltinn datt fyrir Camaj í teignum og hann átti þrumuskot sem Hákon Rafn gerði virkilega vel í að verja í horn.

Willum Þór Willumsson átti ágætis skottilraun á 83. mínútu þegar hann reyndi að skrúfa boltann í fjærhornið, rétt utan teigs, en boltinn fór yfir markið.

Mínútu síðar slapp hann svo í gegn eftir vandræðagang í uppspili Svartfellinga en Milan Mijatovic varði vel frá honum.

Eftir þetta fjaraði leikurinn út og Ísland fagnaði nokkuð þægilegum sigri í leikslok.

Mikael Anderson í kröppum dansi.
Mikael Anderson í kröppum dansi. mbl.is/Árni Sæberg


 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Ísland U21 4:2 Danmörk U21 opna
90. mín. Leik lokið Sætur íslenskur sigur raunin. Virkilega vel gert.

Leiklýsing

Ísland 2:0 Svartfjallaland opna loka
90. mín. +4 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert