Blikakonur fundu sig ekki gegn Sporting

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir sækir að marki Sporting i leiknum í …
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir sækir að marki Sporting i leiknum í dag. mbl.is/Hákon

Sporting frá Lissabon reyndist aðeins of stór biti fyrir Blikakonur mættu þeim  í dag á  Kópavogsvelli í úrslitaleik um að komast í næstu umferð um laust sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. 

Portúgalarnir voru hraðari, náðu að spila betur og lásu leikinn svo að Breiðablik náði ekki að sýna sparihliðar sínar og tapaði 2:0.

Leikmenn voru að koma sér fyrir og prófa völlinn þegar fyrsta markið kom því á 4. mínútu misstu Blikar boltann rétt við miðju, Claudia Neto rakti boltann í rólegheitunum upp að miðri vítateigslínu þar sem hún gaf til vinstri á Telmu Encarnacao sem lagði boltann fyrir sig og skaut undir Telmu Ívarsdóttir í markinu.  Staðan 1:0 fyrir gestina í Sporting.

Það tók Blikakonur bara nokkrar mínútur af hrista af sér að lenda undir og þær fóru að fikra sig framar, fengu tvær hornspyrnur, en reyndu að fara varlega til að fá ekki mark í bakið.

Þegar leið á fyrri hálfleikinn voru Blikar farnir að ná fínum sóknum en vantaði alveg að reka endahnútinn á þessar sóknir.

Sportingdömur voru hinsvegar ákveðnar í vörninni og síðan mjög snöggar fram svo Blikar áttum stundum í mesta basli með koma boltanum frá markinu eða nágrenni enda fóru gestirnir að sækja af mun meiri festu og náðu oft að hrella Blika.

Undir lok fyrri hálfleiks fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Breiðabliks og Brittany Raphino í fremstu víglínu Sporting gerði þeim lífið leitt, átti bæði skot og skallabolta en Telma í markinu stóð sig.

Á 44. mínútu komust Blikar í skyndisókn, Samantha var með boltann á fullri ferð rétt utan vítateigs þegar markvörður Sporting kom á fullri ferð og felldi hana.  Hún fékk fyrir það gult spjald en margir hefðu sagt að þetta verðskuldaði rautt.

Fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiks voru frekar jafnar, Blikar frekar í því að byggja upp sóknir en við minnstu mistök stukku Sporting í sókn og nálægt því að komast í góð færi.

Blikar lögðu ekki árar í bát, reyndu hvað þeir gátu en gekk illa að búa sér til góðu færin enda Portúgalarnir búnir að þétta vörnina.

Svo kom höggið, refsingin fyrir að sækja of mikið því á 74. mínútu gaf Ana Capeta sendingu inn fyrir vörn Blika, sem hafði staðsett sig rétt innan við miðju.  Telma Encarnacao tók á sprett, lék á Telmu markvörð við vítateigslínuna og skaut í autt markið.   Staðan 2:0.

Blikar sóttu þó áfram og fengu færi undir lokin. Andrea Rut Bjarnadóttir átti gott skot, sem var varið auðveldlega og Samantha tók aukaspyrnu utan teigs en skotið rétt framhjá markvinklinum.

Blikakonur lögðu sig rækilega fram og reyndu að spila eins og þær hafa gert af öryggi í íslensku deildinni en það var eins og vantaði eitthvað öryggi og jafnvel sjálfstraust til að ná tökum á leiknum. 

Sporting liðið var létt og kraftmikið með snögga spretti og góðar sendingar, sem náðu að halda aftur af flestum tilraunum Blika til að ná völdum eða koma sér í góðu færin. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Tindastóll 3:0 Fylkir opna
90. mín. Leik lokið Þá er það staðfest, bæði Fylkir og Keflavík eru fallin úr Bestu deild kvenna eftir 3:0 sigur Tindastóls í dag.
Keflavík 4:4 Stjarnan opna
90. mín. Leik lokið +4 Átta marka jafntefli í lygilegum leik og Keflavík er fallin niður í 1. deild.

Leiklýsing

Breiðablik 0:2 Sporting opna loka
90. mín. +4 í uppbót.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert