Guðlaugur Victor stýrði fagnaðarlátunum (myndskeið)

Leikmenn Íslands fagna marki Orra Steins Óskarssonar í gærkvöldi.
Leikmenn Íslands fagna marki Orra Steins Óskarssonar í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gat leyft sér að fagna eftir góðan 2:0-sigur á Svartfjallalandi í B-deild Þjóðadeildar Evrópu í gærkvöldi.

Guðlaugur Victor Pálsson, einn af reynsluboltunum í landsliðinu, stýrði fagnaðarlátunum í búningsklefa liðsins eftir leik og birti KSÍ myndskeið af því á samfélagsmiðlum sínum.

Um fyrsta sigur karlaliðsins var að ræða í Þjóðadeildinni frá því hún var sett á laggirnar árið 2018 en áður hafði Ísland tapað tíu leikjum og gert fjögur jafntefli.

Fagnaðarlætin má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert