Mikill heiður að fá þessa tilnefningu

Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. Ljósmynd/Alex Nicodim

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og þýska stórliðsins Bayern München, var á miðvikudag tilnefnd til Gullboltans, Ballon d’Or, sem eru ein virtustu einstaklingsverðlaun knattspyrnunnar.

Glódís Perla er ein af 30 leikmönnum sem er tilnefnd í kvennaflokki og skráði um leið nafn sitt í sögubækurnar þar sem hún er fyrsti Íslendingurinn sem er þess heiðurs aðnjótandi að vera tilnefnd til Gullboltans.

„Tilfinningin er ótrúlega góð. Þetta er mikill heiður og gaman að fá að vera í svona sterkum hópi einstaklinga,“ segir hin 29 ára gamla Glódís Perla í samtali við Morgunblaðið.

Hefur ekkert truflað mig

Hún hefur verið í fremstu röð í sinni stöðu, miðverði, í heiminum mörg undanfarin ár. Glódís Perla hefur vart stigið feilspor með lands- eða félagsliði og sýnt af sér fáséðan stöðugleika. Af þeim sökum hafa einhverjir, þeirra á meðal ofanritaður, furðað sig á því að sjá nafn hennar ekki fyrr á lista yfir tilnefnda hjá Gullboltanum.

Sjálf hefur Glódís Perla ekki velt sér mikið upp úr því.

„Nei, alls ekki. Þetta er ekki eitthvað sem ég er mikið að spá í, einhver svona einstaklingsverðlaun. Það sem mér finnst skemmtilegast við fótbolta er að það er liðsíþrótt.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert