Gylfi fær sér kannski kökusneið

Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum við …
Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum við Svartfjallaland á föstudag. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fagnar 35 ára afmælinu sínu í dag í Izmir í Tyrklandi þar sem íslenska landsliðið leikur við það tyrkneska í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Gylfi fær ekki mikið tækifæri til að fagna, þar sem það er leikur strax á morgun og hann í miðju landsliðsverkefni.

„Við sjáum hvað gerist eftir kvöldmat. Kannski fær hann sér kökusneið en það er ekki mikið meira en það,“ sagði fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson á blaðamannafundi í Izmir í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert