Við notum það ekki sem afsökun

Åge Hareide á blaðamannafundinum í dag.
Åge Hareide á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Jóhann Ingi

„Það eru allir klárir í slaginn eftir fyrri leikinn,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, á blaðamannafundi í Izmir í Tyrklandi í dag.

Ísland vann Svartfjallaland í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli á föstudag og mætir Tyrklandi í sömu keppni í Izmir annað kvöld.

„Það fór heill dagur í að ferðast svo rétt náðum við að æfa og förum beint í leik. Þess vegna er mikilvægt að allir í hópnum leggi sitt að mörkum. Það hefur gengið vel og vonandi á það bara eftir að verða betra,“ sagði hann.

Hareide vildi ekki gefa út hvort hann muni gera margar breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja.

„Við verðum að sjá hvernig leikmenn verða á morgun. Við ferðuðumst langa leið, en það á líka við um liðin þegar þau koma til Íslands. Við notum það ekki sem afsökun. Við sjáum stöðuna á morgun og svo ákveðum við hverjir spila.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert