Átti ekki að vera rautt

Baris Alper Yilmaz fær að líta rauða spjaldið.
Baris Alper Yilmaz fær að líta rauða spjaldið. AFP/Henry Nicholls

Tyrkland leikur án framherjans Baris Alper Yilmaz í leiknum við Ísland í Þjóðadeild karla í fótbolta í Izmir í Tyrklandi í kvöld.

Yilmaz fékk tvö gul spjöld og þar með rautt gegn Wales í fyrstu umferðinni og tekur því út leikbann.

„Tyrkir voru óheppnir að fá rautt spjald. Þetta átti ekki að vera rautt, því hann reyndi að fara í boltann. Þeir spiluðu vel, líka manni færri. Það ætti að gefa tyrkneska liðinu styrk,“ sagði Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í gær um rauða spjaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert