Tvær úr Bestu deildinni í bann

Marija Radojicic (t.h.) í leik með Fylki fyrir nokkrum árum.
Marija Radojicic (t.h.) í leik með Fylki fyrir nokkrum árum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir leikmenn úr Bestu deild kvenna í knattspyrnu voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, í dag.

Báðir koma þeir úr Fylki, sem féll úr Bestu deildinni um liðna helgi.

Erna Sólveig Sverrisdóttir og Marija Radojicic hafa báðar fengið fjórar áminningar í deildinni á tímabilinu og fara af þeim sökum í eins leiks bann.

Missa þær af lokaleik Fylkis gegn Keflavík, sem einnig féll úr deildinni um helgina, um næstu helgi og er tímabili Ernu Sólveigar og Mariju því lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert