Leikmaður Blika skýtur föstum skotum á KSÍ

Guðmundur Kristjánsson og Ísak Snær Þorvaldsson í leik Stjörnunnar og …
Guðmundur Kristjánsson og Ísak Snær Þorvaldsson í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í síðasta mánuði. mbl.is/Ólafur Árdal

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu, furðar sig á þeirri ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að úrskurða Böðvar Böðvarsson ekki í leikbann vegna olnbogaskots sem hann gaf Guðmundi Kristjánssyni.

Guðmundur var í dag úrskurðaður í eins leiks bann fyrir að bregðast við olnbogaskotinu með því að veita Böðvari kjaftshögg en sá síðarnefndi fer ekki í leikbann.

Ísak Snæ þykir það skjóta skökku við og rifjar upp á X-aðgangi sínum þegar Omar Sowe, sem þá lék með Breiðabliki, var úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskot í leik gegn Leikni úr Reykjavík, sem Sowe leikur nú með.

Í báðum tilvikum var stuðst við myndbandsupptökur eftir að dómarar leiksins sáu ekki atvikin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert