Þjálfarinn Guðni Þór Einarsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá HK.
Undir stjórn Guðna endaði HK í fjórða sæti 1. deildarinnar í sumar. Liðið endaði með 30 stig og var aðeins fjórum stigum frá Fram sem endaði í öðru sæti og fór upp um deild.
„Guðni er topp félagsmaður og þakkar knattspyrnudeild HK honum kærlega fyrir samstarfið og óskar honum góðs gengis í næstu verkefnum,“ segir m.a. í yfirlýsingu félagsins.