Glæsimark réð úrslitum á Akureyri

Anna Rakel Pétursdóttir sækir að marki Þórs/KA en hún skoraði …
Anna Rakel Pétursdóttir sækir að marki Þórs/KA en hún skoraði glæsilegt sigurmark á sínum gömlu heimaslóðum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Valskonur unnu góðan 1:0-sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna á KA-vellinum á Akureyri í dag.

Valur er þá með 53 stig og er í toppsætinu sem stendur. Breiðablik getur endurheimt toppsætið ef liðið sigrar Þrótt í seinni leik dagsins.

Fyrri hálfleikurinn var meira og minna eign Valskvenna. Þær stormuðu upp völlinn hvað eftir annað á upphafsmínútunum og strax á 9. mínútu kom mark. Anna Rakel Pétursdóttir þrumaði boltanum upp í samskeytin á marki Þórs/KA eftir undirbúning og fyrirgjöf frá Jasmín Erlu Ingadóttur.

Margrét Árnadóttir og Fanndís Friðriksdóttir í leiknum í kvöld.
Margrét Árnadóttir og Fanndís Friðriksdóttir í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Fleiri mörk komu ekki í hálfleiknum þrátt fyrir ágætis færi Valskvenna. Þær sóttu stöðugt upp hægri kantinn þar sem Angela Mary Helgadóttir átti erfitt uppdráttar í vörn Þórs/KA.

Heimakonur sýndu fátt merkilegt í fyrri hálfleik. Samspil þeirra var ekki nógu gott og alla yfirvegun vantaði hjá leikmönnum til að gera eitthvað skemmtilegt með boltann.

Valur var mun betri í seinni hálfleiknum og það virtist bara tímaspursmál hvenær næsta mark kæmi. Færin urðu nokkur og var Anna Rakel áfjáð í að skora annað mark. Shelby Money þurfti að standa sína plikt í marki Þórs/KA og kom hún í veg fyrir að Valskonur skoruðu.

1:0 forskot er brothætt og þegar lið nýtir ekki færin sín getur það komið þeim í koll. Heimakonur voru hins vegar aldrei líklegar til að skora.

Valur fékk gullið færi á að bæta við marki á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Sigurður Hjörtur dómari sá ástæðu til að flauta vítaspyrnu. Jasmín Erla hitti ekki markið og því stóð enn 1:0.
Það urðu svo lokatölur leiksins.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KR 0:3 Víkingur R. opna
80. mín. Axel Óskar Andrésson (KR) fær gult spjald
Þróttur R. 1:4 Breiðablik opna
90. mín. Samantha Smith (Breiðablik) skorar 1:4Sam Smith með frábært mark eftir sendingu frá Margréti Leu.
Valur 31:34 Afturelding opna
60. mín. Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark Gegnumbrot og þetta er komið.
Selfoss 22:25 Grótta opna
60. mín. Arna Kristín Einarsdóttir (Selfoss) skoraði mark
ÍBV 32:30 Stjarnan opna
58. mín. Gauti Gunnarsson (ÍBV) skoraði mark Gerir vel úr hægra honrinu.

Leiklýsing

Þór/KA 0:1 Valur opna loka
90. mín. Jasmín Erla Ingadóttir (Valur) skorar ekki úr víti Hún skýtur framhjá markinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert