Þórður tekur við af Margréti

Þórður Þórðarson er tekinn við U19 ára landsliði kvenna á …
Þórður Þórðarson er tekinn við U19 ára landsliði kvenna á ný. Eggert Jóhannesson

Skagamaðurinn Þórður Þórðarson er orðinn aðalþjálfari U19 ára landsliðs kvenna á nýjan leik.

Hann stýrði liðinu frá 2014 til 2021 og hefur verið aðstoðarmaður Margrétar Magnúsdóttur að undanförnu. Margrét snýr sér nú að öðrum verkefnum hjá KSÍ.

Hún mun sjá um hæfileikamótun sambandsins, auk þess sem hún verður þjálfari U23 ára landsliðs kvenna sem lék fjóra vináttulandsleiki á síðasta ári og leikur tvo vináttulandsleiki við Finnland í næsta mánuði.

Þórður lætur af störfum hjá U16 og U17 ára landsliðum kvenna og mun KSÍ skipa í þær stöður fljótlega.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert