Breiðablik áfram á toppnum eftir fjögur mörk í Laugardal

Agla María Albertsdóttir á fullri ferð á Þróttarvellinum í kvöld.
Agla María Albertsdóttir á fullri ferð á Þróttarvellinum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Þróttur og Breiðablik mættust í 20. umferð Bestu deildar kvenna í Laugardalnum í kvöld þar sem Blikar sigruðu 4:1 og eru áfram á toppnum.

Breiðablik er komið með 54 stig eftir 20 leiki en Valur er með 53 stig eftir sigur gegn Þór/KA á Akureyri í kvöld. Þremur umferðum er ólokið.

Leikurinn byrjaði fjörlega og á níundu mínútu sleppur Freyja Karín Þorvarðardóttir, framherji Þróttar, inn fyrir vörn Breiðabliks, Elín Helena Karlsdóttir, varnarmaður Breiðabliks, keyrir hana niður en dómari leiksins sá ekkert athugavert við þetta og Blikar sluppu heldur betur með skrekkinn.

Þróttur var með yfirhöndina þegar að Karítas Tómasdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Samönthu Smith og sjö mínútum síðar var það fyrrverandi leikmaður Þróttar hún Andrea Rut Bjarnadóttir sem kom Breiðabliki í 2:0 eftir góðan undirbúning frá Barbáru Sól Gísladóttur en rangstöðulykt var af markinu.

Þar við sat í fyrri hálfleik og forusta blika nokkuð örugg þar sem Þróttarar hafa ekki skapað sér nein hættuleg færi.

Síðar hálfleikurinn var ansi bragðdaufur framan af lítið um færi og leikurinn nokkuð lokaður.

Mörkin í seinni hálfleik komu svo á síðustu tíu mínútum leiksins.

Breiðablik var heilt yfir betra liðið en Þróttarar komu sér í góðar stöður en náðu aldrei að ógna almennilega. Þróttarar komust næst því að minnka munninn á 75. mínútu þegar Ísabella Anna Húbertsdóttir tók hornspyrnu og varnarmaður Blika skallaði í átt að eigin marki og varnarmaður Blika bjargaði svo á línu.

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði þriðja mark Blika eftir frábæran undirbúning frá Jakobínu Hjörvarsdóttur, 3:0.

Þróttarakonur skoruðu svo loksins markið sem þær áttu skilið og var það varamaðurinn Þórdís Nanna Ágústdóttir en var þetta hennar fyrsta mark fyrir Þrótt í efstu deild, 3:1.

Besti leikmaður vallarins Samantha Smith skoraði svo fjórða mark Breiðabliks í uppbótartíma og þar við sat.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KR 0:3 Víkingur R. opna
80. mín. Axel Óskar Andrésson (KR) fær gult spjald
Þór/KA 0:1 Valur opna
90. mín. Jasmín Erla Ingadóttir (Valur) skorar ekki úr víti Hún skýtur framhjá markinu.
Valur 15:16 Afturelding opna
30. mín. Bjarni í Selvindi (Valur) skoraði mark Enn skorar hann.
Selfoss 10:12 Grótta opna
55. mín. Tinna Valgerður Gísladóttir (Grótta) skorar úr víti
ÍBV 17:16 Stjarnan opna
30. mín. Daniel Vieira (ÍBV) skoraði mark

Leiklýsing

Þróttur R. 1:4 Breiðablik opna loka
90. mín. 4 mín í uppbótartíma
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert