Tvær reyndar knattspyrnukonur náðu í gærkvöld þeim áfanga að spila 150 leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar 20. umferð deildarinnar lauk.
Jasmín Erla Ingadóttir, sóknarmaður Vals, lék sinn 150. leik þegar Hlíðarendaliðið mætti Þór/KA á Akureyri. Hún hefur leikið 18 leiki með Val á þessu ári en áður 39 með Fylki, 18 með FH og helminginn, 75 leiki, með Stjörnunni.
Karitas Tómasdóttir, miðjumaður Breiðabliks, lék sinn 150. leik þegar Kópavogsliðið mætti Þrótti í Laugardalnum. Af þeim eru 92 með Selfossi og 58 með Breiðabliki. Karitas hélt upp á áfangann með því að skora eitt marka Blika í góðum sigri, 4:1.
Sóley María Steinarsdóttir, varnarmaður Þróttar lék sinn 100. leik í deildinni þegar liðið mætti Breiðabliki. Þar af er 91 leikur með Þrótti, hún er leikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi, og 9 með Breiðabliki.
Úrslitin í 20. umferð:
Tindastóll - Fylkir 3:0
Keflavík - Stjarnan 4:4
FH - Víkingur R. 0:3
Þór/KA - Valur 0:1
Þróttur R. - Breiðablik 1:4
Markahæstar:
21 Sandra María Jessen, Þór/KA
11 Jordyn Rhodes, Tindastóli
10 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Breiðabliki
9 Andrea Rut Bjarnadóttir, Breiðabliki
8 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
8 Jasmín Erla Ingadóttir, Val
7 Amanda Andradóttir, Val
7 Katrín Ásbjörnsdóttir, Breiðabliki
7 Shaina Ashouri, Víkingi
7 Úlfa Dís Úlfarsdóttir, Stjörnunni
6 Birta Georgsdóttir, Breiðabliki
6 Breukelen Woodard, FH
6 Elísa Bríet Björnsdóttir, Tindastóli
6 Ísabella Sara Tryggvadóttir, Val
6 Linda Líf Boama, Víkingi
5 Eva Rut Ásþórsdóttir, Fylki
5 Elísa Lana Sigurjónsdóttir, FH
5 Fanndís Friðriksdóttir, Val
5 Hafdís Bára Höskuldsdóttir, Víkingi
5 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, FH
5 Karen María Sigurgeirsdóttir, Þór/KA
5 Kristrún Rut Antonsdóttir, Þrótti
5 Melanie Forbes, Keflavík
5 Snædís María Jörundsdóttir, FH
Næstu leikir:
14.9. Stjarnan - Tindastóll
14.9. Fylkir - Keflavík
20.9. Víkingur R. - Þróttur R.
22.9. Valur - FH
22.9. Breiðablik - Þór/KA