Fjölnir missti af Bestudeildarsæti með stórtapi

Fjölnir er í baráttu við ÍBV um sæti í Bestu …
Fjölnir er í baráttu við ÍBV um sæti í Bestu deildinni. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Keflavík vann stórsigur á Fjölni, 4:0, í lokaumferð 1. deildar karla í knattspyrnu í Keflavík í dag, tryggði sér með því annað sæti deildarinnar og Fjölnir missti af tækifærinu til að tryggja sér sæti í Bestu deildinni.

ÍBV er þar með komið upp í Bestu deildina með 39 stig en Keflavík með 38 stig og Fjölnir 37 stig fara bæði í umspil um eitt sæti þar.

Afturelding fer líka í umspilið eftir 3:0 sigur á ÍR og mætir Fjölni í undanúrslitum. ÍR-ingar eru fjórða liðið í umspilinu þrátt fyrir tapið því Njarðvík gerði jafntefli við Grindavík og situr eftir í sjötta sætinu. Keflavík mætir því ÍR og Fjölnir mætir Aftureldingu í undanúrslitum en sigurliðin leika úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum.

Meira fljótlega

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Southampton 0:3 Man. United opna
90. mín. Alejandro Garnacho (Man. United) skorar 0:3 - Dalot leggur boltann út á Garnacho sem skorar af öryggi.
Fylkir 1:4 Keflavík opna
90. mín. Leik lokið 1:4 - Sanngjarn sigur Keflvíkinga staðreynd. Takk í dag.
Liverpool 0:1 Nottingham F. opna
95. mín. Leik lokið
Stjarnan 2:1 Tindastóll opna
90. mín. Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan) fær gult spjald Sparkaði boltanum i burtu eftir að dæmt hafði verið
Leiknir R. 1:1 ÍBV opna
90. mín. Eiður Atli Rúnarsson (ÍBV) fær víti Eiður Atli hendir sér niður innan teigs og Gunnar Freyr bendir á punktinn. Eyjamenn geta jafnað í uppbótartíma. Sýndist þetta vera frekar ódýrt.

Leiklýsing

Keflavík 4:0 Fjölnir opna loka
90. mín. Uppbótartími er 3 mínútur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert