Fjölnir missti af Bestudeildarsæti með stórtapi

Sindri Snær Magnússon og félagar í Keflavík unnu stórsigur á …
Sindri Snær Magnússon og félagar í Keflavík unnu stórsigur á Fjölni og enda í öðru sæti. Þeir mæta ÍR í umspilinu. mbl.is/Eyþór Árnason

Keflavík vann stórsigur á Fjölni, 4:0, í lokaumferð 1. deildar karla í knattspyrnu í Keflavík í dag, tryggði sér með því annað sæti deildarinnar og Fjölnir missti af tækifærinu til að tryggja sér sæti í Bestu deildinni.

ÍBV er þar með komið upp í Bestu deildina með 39 stig en Keflavík með 38 stig og Fjölnir 37 stig fara bæði í umspil um eitt sæti þar.

Afturelding fer líka í umspilið eftir 3:0 sigur á ÍR og mætir Fjölni í undanúrslitum. ÍR-ingar eru fjórða liðið í umspilinu þrátt fyrir tapið því Njarðvík gerði jafntefli við Grindavík og situr eftir í sjötta sætinu. Keflavík mætir því ÍR og Fjölnir mætir Aftureldingu í undanúrslitum en sigurliðin leika úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum.

Þá að leiknum sjálfum. Það var gluggaveður í Keflavík þegar heimamenn tóku á móti Fjölni. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru aðgangsharðari á fyrstu mínútum þar sem Kári Sigfússon og Ari Steinn Guðmundsson áttu sitthvort hörkuskot sem voru varin á 8. mínútu.

Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, átti hornspyrnu á 17. mínútu sem fór í gegnum þvöguna og rétt framhjá fjærstöng með viðkomu í leikmanni Fjölnis.

Á 25. mínútu náðu Keflvíkingar að brjóta ísinn þegar að Kári Sigfússon fékk boltann út á hægri vængnum. Brunaði með boltann að teignum með varnarmann í sér og átti frábært skot í fjærhornið framhjá Halldóri Snæ Georgssyni í rammanum, 1:0- fyrir Keflavík. Virkilega vel gert hjá Kára.

Máni Austmann, sóknarmaður Fjölnis, átti skot framhjá úr fínu færi í teig Keflavíkur á 32. mínútu.

Keflvíkingar voru aðgangsharðari þegar eftir lifði fyrri hálfleiks og rétt fyrir lok hálfleiks þá fékk Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Keflavíkur, boltann rétt utan vítateigs og lék á nokkra Fjölnismenn, kom boltanum á Mihael Mladen sem átti hörkuskot sem var varið.

Staðan 1:0 í hálfleik.

Strax í síðari hálfleik skoruðu Keflvíkingar sitt annað mark, þar var að verki Mihael Mladen og staðan orðin 2:0- eftir 46. mínútur.

Fjölnismenn reyndu hvað þeir gátu að komast inní leikinn og áttu fín færi, en þó án þess að ógna marki Keflavíkur að ráði.

Markvörður Keflavíkur, Ásgeir Orri Magnússon, var stálheppinn á 64.mínútu þegar hann fór út í skógarúthlaup fyrir utan vítateig, náði boltanum en var ekki alveg með stjórn á aðstæðum og náði ekki að koma boltanum frá sér. Fjölnismenn þjörmuðu að Ásgeiri, hann náði að hlaupa með boltann inn í teig og taka utan um hann með höndum, rétt áður en að sóknarmaður Fjölnis náði að stela bola boltanum frá honum.

Þetta var 2 eða 3 úthlaupið hjá Ásgeiri sem virkaði sjaldan öruggur í þeim en þetta skapaði mestu hættuna.

Fjölnismenn héldu áfram að láta að sér kveða en án árangurs og það var eins og köld vatnsgusa fyrir þá þegar að Keflvíkingar skoruðu þriðja markið á 72.mínútu. Kári Sigfússon, einn allra besti maður vallarins, ef ekki sá besti, átti frábæra sendingu frá hægri kanti inná teig Fjölnismanna, þar mætti á fjærstöng Ari Steinn Guðmundsson og skoraði framhjá Halldóri í markinu. Keflvíkingar að klára leikinn.

Það virtist lítið ganga upp hjá Fjölni en síðasti séns þeirra var aukaspyrna utan teigs á 80.mínútu frá Mána Austmann sem Ásgeir Orri í markinu, varði vissulega vel. 

Það var svo mínútu síðar, á 81. mínútu sem varamaðurinn Rúnar Ingi Eysteinsson rak smiðshöggið fyrir Keflvíkinga og skoraði fjórða mark liðsins og hver annar en Kári Sigfússon með stoðsendinguna. Kári algjörlega að kóróna sinn leik.

Annar varamaður Keflavíkur, Edon Osmani, átti svo gott skot eftir frábæran undirbúning varamannsins Vals Þórs Hákonarsonar á 86. mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki og Keflavík geta verið aldeilis sáttir með þennan stórsigur, 4:0, og mæta ÍR, eins og áður sagði, í umspilinu en Fjölnir mætir Aftureldingu.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Fylkir 1:4 Keflavík opna
90. mín. Leik lokið 1:4 - Sanngjarn sigur Keflvíkinga staðreynd. Takk í dag.
Liverpool 0:1 Nottingham F. opna
95. mín. Leik lokið
Stjarnan 2:1 Tindastóll opna
90. mín. Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan) fær gult spjald Sparkaði boltanum i burtu eftir að dæmt hafði verið
Leiknir R. 1:1 ÍBV opna
90. mín. Eiður Atli Rúnarsson (ÍBV) fær víti Eiður Atli hendir sér niður innan teigs og Gunnar Freyr bendir á punktinn. Eyjamenn geta jafnað í uppbótartíma. Sýndist þetta vera frekar ódýrt.

Leiklýsing

Keflavík 4:0 Fjölnir opna loka
90. mín. Uppbótartími er 3 mínútur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert